fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Knattspyrnuheimurinn vottar Klopp samúð sína eftir fráfall móður hans – „Þú ert aldrei einn á ferð“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 21:30

Jurgen Klopp / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elisabeth, móðir Jurgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool, er fallin frá. hún lést í Þýskalandi 81 árs að aldri. Klopp getur ekki mætt í jarðarför hennar vegna COVID-19, hertar ferðatakmarkanir eru á milli Þýskalands og Englands.

„Hún var mér allt. Hún var frábær móðir í alla staði, sem strangtrúuð kristin manneskja þá veit ég að hún er á betri stað núna,“ skrifaði Klopp í minningargrein sem birtist í Schwarzwaelder Bote í Þýskalandi.

Í kjölfarið fregna af andlátinu, hefur Jurgen Klopp fengið mikinn stuðning frá knattspyrnusamfélaginu. Á svona stundum hverfur allur rígur sem getur myndast á sviði knattspyrnunnar.

„Innilegar samúðarkveðjur til Jurgen og fjölskyldu hans, frá öllum hjá Manchester United,“ stóð í samúðarkveðju Manchester United til Klopp sem birtist á Twitter.

Svipaða sögu er að segja af ensku félögunum Arsenal og Tottenham, sem og Atletico Madrid og Barcelona sem sendu þýska knattspyrnustjóranum samúðarkveðjur.

„Þú ert aldrei einn á ferð,“ einkunnarorð Liverpool voru skilaboðin í kveðju félagsins til Klopp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Í gær

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð