fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Knattspyrnuheimurinn vottar Klopp samúð sína eftir fráfall móður hans – „Þú ert aldrei einn á ferð“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 21:30

Jurgen Klopp / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elisabeth, móðir Jurgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool, er fallin frá. hún lést í Þýskalandi 81 árs að aldri. Klopp getur ekki mætt í jarðarför hennar vegna COVID-19, hertar ferðatakmarkanir eru á milli Þýskalands og Englands.

„Hún var mér allt. Hún var frábær móðir í alla staði, sem strangtrúuð kristin manneskja þá veit ég að hún er á betri stað núna,“ skrifaði Klopp í minningargrein sem birtist í Schwarzwaelder Bote í Þýskalandi.

Í kjölfarið fregna af andlátinu, hefur Jurgen Klopp fengið mikinn stuðning frá knattspyrnusamfélaginu. Á svona stundum hverfur allur rígur sem getur myndast á sviði knattspyrnunnar.

„Innilegar samúðarkveðjur til Jurgen og fjölskyldu hans, frá öllum hjá Manchester United,“ stóð í samúðarkveðju Manchester United til Klopp sem birtist á Twitter.

Svipaða sögu er að segja af ensku félögunum Arsenal og Tottenham, sem og Atletico Madrid og Barcelona sem sendu þýska knattspyrnustjóranum samúðarkveðjur.

„Þú ert aldrei einn á ferð,“ einkunnarorð Liverpool voru skilaboðin í kveðju félagsins til Klopp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye