fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Skúrkarnir þéna saman um 102 milljónir á viku

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea ákvað í gær að reka Frank Lampard úr starfi knattspyrnustjóra og er búist við því að Thomas Tuchel verði ráðinn til starfa í dag.

Gengi Chelsea síðustu vikur hefur verið slakt og hefur Roman Abramovich, eigandi Chelsea tekið ákvörðun um að reka Lampard úr starfi. Chelsea situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United.

Roman Abramovich lét Lampard fá 200 milljónir punda í leikmannakaup í sumar en árangurinn fylgir ekki með, eigandi Chelsea er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði gagnvart stjórum sínum.

Kai Havertz og Timo Werner voru keyptir til félagsins og voru dýrustu leikmennirnir sem félagið fékk, báðir komu frá Þýskalandi. Þeir hafa ekki spilað vel og hafa í raun verið hálfgerðir skúrkar í liði Chelsea á tímabilinu.

Þessir tveir dýru leikmenn og frammistaða þeirra voru á endanum það sem kostaði Lampard starfið, þeir félagar þéna samtals um 102 milljónir íslenskra króna á viku. Havert og Werner eru launahæstu leikmenn Chelsea en hafa litlu sem engu skilað.

Havertz er launahæstur með 310 þúsund pund á viku samkvæmt enskum blöðum, Werner er með ögn minna. Ben Chilwell sem félagið fékk í sumar er svo með um 190 þúsund pund á viku.

Hér að neðan má sjá launahæstu leikmenn Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt