fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Tölfræði Liverpool með og án Thiago – Er hann stóra vandamálið?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley vann í gær magnaðan 1-0 sigur á útivelli gegn Englandsmeisturum Liverpool. Það sem gerir sigurinn enn sérstakari er sú staðreynd að þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 1.369 daga.

Síðasta tap Liverpool á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í kvöld kom á móti Crystal Palace í apríl árið 2017.

Síðan þá hafði Liverpool leikið 69 leiki á heimavelli í deildinni. Unnið 55 leiki og gert 13 jafntefli, hreint út sagt ótrúleg taplaus hrina leikja sem er nú komin á enda.

Thiago Alcantara gekk í raðir Liverpool síðasta haust og hefur ekki upplifað góða tíma. Liðið hefur aðeins unnið einn deildarleik með Thiago á þessu tímabili, það kom í hans fyrsta leik gegn Chelsea.

Thiago meiddist síðan en hefur byrjað síðustu leiki þar sem Liverpool hefur hvorki tekist að vinna leik eða skora mark. Didi Hamann. fyrrum miðjumaður Liverpool telur að Thiago Alcantara geri Liverpool að lélegra liði en það var fyrir. Spænski miðjumaðurinn gekk í raðir Liverpool síðasta haust frá FC Bayern.

„Liverpool hefur um talsvert skeið verið mikið með boltann en þeir fundu alltaf leið til að brjóta upp varnir,“ sagði Hamann.

„Takturinn í liðinu mun breytast með Thiago þarna og ekki til betri vegar að mínu viti. Hann er bestur þegar lið heldur boltanum lengi, það er ekki það sem Liverpool hefur gert síðustu ár.“

Tölfræði um gengi Liverpool með og án Thiago er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einn ríkasti maður Indlands færði Messi gjöf – Kostar 155 milljónir króna

Einn ríkasti maður Indlands færði Messi gjöf – Kostar 155 milljónir króna