fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Guðni Bergsson blæs á kjaftasögur um leikþátt – „Þetta er fólk sem er nærri mér og ég treysti“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson formaður KSí, blæs á sögusagnir um leikþátt í ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara. Arnar Þór Viðarsson var ráðinn í starfið en hans nafn var nefnt til sögunnar frá fyrsta degi. Eiður Smári Guðjohnsen verður aðstoðarmaður hans.

Fleiri nöfn voru til umræðu innan veggja KSÍ en þetta kom fram í máli Guðna Bergssonar í hlaðvarpsþætti Dr. Football.

Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport talaði um leikþátt í ráðningunni þegar rætt var við Rúnar Kristinsson og Heimi Guðjónsson. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir á dögunum.

Guðni segir þetta ekki rétt. „Nei alls ekki, það er eitt varðandi það. Arnar sem reynslulítinn þjálfara, hann hefur þjálfað í sex ár eða svo. Maður horfir líka í leikmanna reynsluna sem Arnar og Eiður Smári hafa, báðir leikmenn með sitthvora 500 deildarleiki fyrir utan landsleiki og Evrópuleiki. Kannski 1400 leikir, þeir eru báðir hugsandi og skapandi. Arnar í 17 ár í atvinnumennsku og ég held 23 ár hjá Eiði Smára,“ sagði Guðni í þættinum.

Hann henti svo fram nöfnum sem hefur vegnað vel í starfi með litla reynslu. „Gareth Southgate var bara með sex ár sem þjálfari þegar hann tók við enska landsliðinu, við sjáum Zinedine Zidane. Frank Lampard líka, þó hann sé ekki gott dæmi kannski í dag. Þekking sem þú færð sem leikmaður hlýtur að telja líka.“

Hvernig var ferlið hjá KSÍ í leit að þjálfara? „Ferlið sem slíkt, um leið og þetta byrjar þá færðu tilnefningar og ábendingar. Þú fylgist með fjölmiðlum og færð því nöfn, þú færð nafnalista í fangið. Fyrir mig og þá sem að þessu koma, þú ert með pælingu og hugmyndafræði um liðið.“

Nokkrir aðilar ásamt Guðna koma að því að velja þjálfara. „Magnús Gylfason er einn, Klara, framkvæmdarstjóra. Svo er ég með nokkra sem ég þekki mjög vel, ég gef þá ekki upp. Þetta er fólk sem er nærri mér og ég treysti, sem formaður er ég leiðandi í þessu ferli.“

Um fundina með Rúnari og Heimi sem talað hefur verið um sem leikþátt, þá segir Guðni. „Ég átti mjög góða fundi með Rúnari og Heimi, þetta voru allt menn sem voru þess verðugir að sinna þessu starfi.“

Í máli Guðna kom fram hvaða þjálfarar hafa verið á borði KSÍ.

Innlendu þjálfararnir sem fóru í viðræður:
Freyr Alexandersson
Heimir Guðjónsson
Rúnar Kristinsson
Arnar Þór Viðarsson

Erlendu þjálfarnir sem komu til tals:
Ian David Burchnall (Östersund)
Lars Lagerback
Age Hareide (Rosenborg)
Stale Solbakken
Steve McClaren
Sven Goran-Eriksson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld