fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Englendingar búnir að reka strákana heim eftir að þeir brutu reglur á Íslandi í gær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. september 2020 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Englendingar eru búnir að senda Mason Greenwood og Phil Foden heim og verða þeir ekki með liðinu gegn Danmörku á morgun.

Ástæðan er frétt okkar um heimsókn sem þeir félagar fengu á hótel sitt í gær. Tvær íslenskar stúlkur heimsóttu hótel þeirra í gær.

433.is hefur fengið það staðfest frá yfirvöldum hér á landi að Foden og Greenwood gerðust þarna sekir um brot á reglum. Á meðan lið koma saman í verkefni eiga þau aðeins að vera á hótelinu og á æfingum, leikmönnum er bannað að hitta aðra aðila. „Þeir fá ekki einu sinni leyfi til að hitta fjölskyldu sína,“ sagði starfsmaður KSÍ í samtali við 433.is.

Meira:
Enskir landsliðsmenn brutu reglur hér á landi í gær – Fengu íslenskar stúlkur upp á hótel

Mason Greenwood er 18 ára gamall og varð að stórstjörnu með Manchester United á síðustu leiktíð, hann er einhleypur. Foden er hins vegar í sambandi með Rebecca Cooke og eiga þau saman tæplega tveggja ára gamlan strák. Foden er tvítugur að aldri og byrjaði sinn fyrsta landsleik á laugardag en Greenwood þreytti frumraun sína þegar hann kom inn sem varamaður.

Málið hefur vakið heimsathygli enda brot á reglum og drengirnir tveir halda nú heim á leið en lögreglan á Íslandi skoðar málið.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Í gær

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“