fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Jóhann Berg á góðum batavegi – Virðist eiga möguleika í landsleikina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 15:00

Twitter/Burnley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley hefur hafið æfingar með liðinu á nýjan leik eftir stutta fjarveru vegna meiðsla í hné.

Jóhann var tæklaður í fyrsta leik liðsins á tímabilinu og var borinn af velli eftir um fimmtán mínútur. Jóhann Berg tognaði á liðbandi í hné en virðist vera á góðum batavegi.

Burnley spilar tvo leiki í þessari viku, fyrst í deildarbikarnum gegn Manchester City og svo deildarleik gegn Newcastle.

Burnley birtir mynd af Jóhanni á æfingu með hópnum í dag og Ben Dinnery sérfræðingur í meiðslum leikmanna segir hann byrjaðan að æfa.

Ef Jóhann getur spilað í þessum leikjum með Burnley ætti hann að vera í leikmannahópi Íslands gegn Rúmeníu í undankeppni EM í næstu viku. Liðið leikur tvo leiki í Þjóðadeildinni gegn Belgíu og Danmörku á heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Í gær

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Í gær

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar