Barcelona hóf tímabil sitt í spænsku úrvalsdeildinni með sannfærandi 4-0 sigri á Villarreal. Þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Ronald Koeman.
Lionel Messi var í byrjunarliði Barcelona og bar fyrirliðabandið í leiknum. Væntanlega mikill léttir fyrir stuðningsmenn liðsins eftir stormasamt sumar í samskiptum milli Messi og stjórnarmanna Barcelona.
Ansu Fati kom Barcelona yfir á 15. mínútu. Hann var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði sitt annað mark.
Röðin var síðan komin að Lionel Messi. Hann skoraði þriðja mark Barcelona úr vítaspyrnu á 35. mínútu.
Pau Torres, leikmaður Villarreal skoraði síðan sjálfsmark á 45. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum
Barcelona er eftir leikinn í 10. sæti með 3 stig eftir einn leik.
Barcelona 4 – 0 Villarreal
1-0 Ansu Fati (’15)
2-0 Ansu Fati (’19)
3-0 Lionel Messi (’35, víti)
4-0 Pau Torres (’45, sjálfsmark)