fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

„Ríkasti knattspyrnumaður heims“ seldur – Michael Jackson kom í afmælisveisluna

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. september 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 22 ára gamli Faiq Bolkiah hefur verið seldur frá enska úrvalsdeildarliðinu Leicester og er kominn til portúgalska liðsins Maritimo. Bolkiah er svo sannarlega ekki í neinum vandræðum þegar kemur að peningum.

Faiq er nefnilega frændi soldánsins í Brunei, Hassanal Bolkiah, og er einn af erfingjum ríkidæmis hans. Ríkidæmi soldánsins er metið á 22 milljarða punda sem eru tæpar fjórar billjónir í íslenskum krónum. The Sun segir Faiq vera „ríkasta knattspyrnumann heims“ vegna þessa.

Faðir Faiq, Jefri Bolkiah, er bróðir soldánsins og því er Faiq afar náskyldur honum. Þrátt fyrir að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af peningum vildi Faiq reyna fyrir sér í boltanum og hefur honum tekist ágætlega í því.

Áhugaverður ferill

Árið 2009, þegar Faiq var 11 ára gamall, skrifaði hann undir eins árs samning hjá akademíu Southampton á Englandi. Honum gekk ekki nógu vel þar til að fá langtímasamning en fór á reynslu hjá Arsenal. Eftir það ákvað Chelsea að fá Faiq til sín til tveggja ára. Hann stoppaði þó stutt og fór til Leicester en það var í desember árið 2015. Þar hefur hann verið síðustu ár en nú liggur leiðin hans til Portúgal.

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik fyrir aðallið á Englandi hefur Faiq spilað 9 leiki með landsliði Brunei og skorað eitt mark í þeim leikjum. Faiq fæddist í Los Angeles í Bandaríkjunum og hefði því getað spilað með bandaríska landsliðinu en hann ákvað frekar að spila með Brunei.

Fékk Michael Jackson í afmælið

Þegar faðir Faiq var að fagna fimmtugsafmælinu sínu vildi hann gera eitthvað sérstakt fyrir son sinn sem var þá 7 ára gamall. Hann ákvað því að fá tónlistarmanninn Michael Jackson til að koma og skemmta í einkasamkvæmi fjölskyldunnar. Það er sagt hafa kostað um 12 og hálfa milljón punda, eða um 2 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“