Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið gerði markalaust jafntefli við Volos NFC í efstu deild Grikklands í dag. PAOK er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar.
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar, spilaði 68. mínútur og átti eina stoðsendingu er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fortuna Sittard í efstu deild Hollands í dag.
Willum Þór Willumson var í byrjunarliði BATE og spilaði 69. mínútur í 2-4 tapi gegn Dinamo Brest í efstu deild Hvíta-Rússlands.
Viðar Ari Jónsson var í lék allan leikinn í liði Sandefjord sem vann góðan 0-1 útisigur á Molde í efstu deild Noregs. Emil Pálsson kom inn á hjá Sandefjord á 87. mínútu. Sandefjord er eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar eftir 19 umferðir.
Bjarni Mark Antonsson var í byrjunarliðið og lék 86. mínútur fyrir lið sitt Brage sem tapaði 1-2 fyrir Öster í næst efstu deild í Svíþjóð.