fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Fékk annað tækifæri eftir hrottalegt ofbeldi gegn konu – Simon með óbragð í munni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. september 2020 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Peach blaðamaður í Englandi ætlaði sér á leik með Selby Town í utandeildinni á Englandi í gær en hætti snögglega við þegar hann fékk meldingu um það að Reece Thompson væri í herbúðum félagsins

Thompson var á síðasta ári dæmdur í tíu ára skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa ráðist á unga konu sem hann átti í sambandi við. Thompson er 26 ára gamall í dag en hann hefur undanfarin ár leikið í neðri deildum Englands. Hann sat inni í fjóra mánuði vegna málsins en hitt er skilorðsbundið.

Hann á að baki leiki fyrir lið eins og York City, Guiseley og nú síðast Boston United en fær nú tækifæri með Selby Town í utandeildinni. Thompson kom hræðilega fram við unga konu sem opnaði sig um málið á dögunum. ,,Reece lamdi mig ítrekað. Hann lamdi mig með járnröri, braut á mér kjálkann og braut spegil á höfðinu á mér,“ sagði konan.

Simon hafði hugsað sér að fara á leikinn þar sem hann þurfti ekki að vinna. „Ég hafði ætlað á leik með Selby Town en svo komst ég að því að þeir höfðu samið við þennan mann,“ sagði Peach. Selby Town segist meðvitað um brot Thompson en félagið ætli ekki að refsa honum meira, frekar ætlar félagið að hjálpa honum að verða að betri manneskju.

Lýsingar konunnar eru óhugnanlegar. ,,Hann neyddi mig til að sleikja málningu af gólfinu og svo braut hann annan spegil.“

,,Eftir það þá hugsaði ég með mér að ég myndi deyja, ég öskraði á hann að hætta eða að hann myndi drepa mig. Hann skipaði mér að setja hendurnar niður og sagði að ég ætti að taka barmsíðunum eins og alvöru kona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki