fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Rúnar Alex orðinn leikmaður Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. september 2020 13:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson er búinn að skrifa undir hjá Arsenal. Þetta herma öruggar heimildir 433.is og er nú aðeins beðið eftir því að félagið kynni hann til leiks. Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt heimildum 433.is er samningur Rúnars fyrst til fjögurra ára en með möguleikann á fimmta árinu.

Arsenal greiðir Dijon í Frakklandi um 260 milljónir íslenskra króna fyrir Rúnar Alex sem er 25 ára gamall.

Rúnar fer í hóp góðra Íslendinga sem Arsenal hefur haft í sínum röðum, fyrst var það Albert Guðmundsson og síðan fylgdi Sigurður Jónsson í kjölfarið. Ólafur Ingi Skúlason var í nokkur ár hjá Arsenal og þá voru Valur Fannar Gíslason og Stefán Gíslason í herbúðum félagsins ungir að árum.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu síðustu daga en Rúnar kom til Lundúna um helgina til þess að ganga frá öllu. Fyrsti leikur hans gæti komið í vikunni þegar Arsenal mætir Leicester í enska deildarbikarnum

Rúnar flaug í gegnum læknisskoðun fyrir helgi og nú er búið að klára allt, Rúnar ætti því að vera kynntur til leiks á eftir.

Rúnar er 25 ára gamall en Árið 2014 fór Rúnar til danska liðsins Nordsjælland frá KR en þá var hann aðeins 18 ára gamall. Árið 2018 fór Rúnar frá danska liðinu og yfir til Frakklands í Dijon.

Rúnar Alex á að baki fimm A-landsleiki en Arsenal kaupir hann til að fylla skarð Emiliano Martinez sem var seldur fyrir helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Í gær

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“