fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Sjáðu útgjöld knattspyrnustjörnunnar og kærustunnar – Milljónir í áfengi á korteri og 400 demantar

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 20. september 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo eyddi 615 þúsund pundum í trúlofunarhring fyrir kærustu sína, Georginu Rodriguez, í síðustu viku. Það eru um 108 milljónir í íslenskum krónum. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Ronaldo eyðir háum fjárhæðum í kærustuna.

Georgina hefur fengið mikið af glæsilegheitum síðan hún og Ronaldo byrjuðu saman fyrir um fjórum árum. Georgina hefur þó verið dugleg að gefa Ronaldo ýmislegt líka. Til að mynda gaf hún honum fjórhjóladrifin Mercedes-Benz G-Wagon í 35 ára afmæligjöf. Bíllinn kostaði að minnsta kosti um 17 milljónir í íslenskum krónum.

The Sun tók nýlega saman ýmislegt sem parið hefur keypt fyrir háar fjárhæðir síðan þau byrjuðu saman. Þar má til dæmis nefna rándýrt áfengi, gæludýr, töskur og úr fyrir milljónir.

25 þúsund króna sokkar

Georgina deildi mynd af sér á Instagram þar sem hún sést klæðast fötum frá tískuhúsinu Prada. Hún er bókstaflega í öllu Prada frá toppi til táar. Jakkinn kostar um 200 þúsund krónur, stuttbuxurnar fara á um 90 þúsund krónur, skórnir eru á rúmlega 120 þúsund og sokkarnir kosta hvorki meira né minna en 25 þúsund krónur.

Mynd af Georginu í þessum fötum má sjá hér fyrir neðan:

Árið 2018 splæsti Ronaldo í hárlausan Sphynx kött sem sagður er hafa kostað 2600 pund eða tæpa hálfa milljón í íslenskum krónum. Georgina deildi mynd af kettinum á Instagram-síðu sinni en myndina má sjá hér fyrir neðan:

Ronaldo hefur oft sést með glæsileg úr á úlnlið sínum. Í síðassta mánuði sást hann með 65 milljóna króna Rolex úr af gerðinni GMT Master. Úrið er þakið demöntum og inniheldur 18 karata hvítagull. Það úr bliknar þó í samanburði við annað úr sem Ronaldo var með á sér í fyrra. Það úr var frá framleiðandanum Jacob&Co og var af gerðinni Caviar. Úrið er þakið 400 demöntum og kostar rúmlega 315 milljónir í íslenskum krónum.

5 milljónir í áfengi á korteri

Fyrir tveimur árum síðan eyddu Ronaldo og Georgina 27 þúsund pundum í áfengi á afskaplega stuttum tíma, 15 mínútum. Á korteri náði parið því að eyða því sem nemur tæpri hálfri milljón íslenskra króna í áfengi.

Parið var statt á veitingastaðnum Scott’s og keypti þar tvær vínflöskur. Önnur flaskan kostaði 18 þúsund pund, eða rúmlega 3 milljónir íslenskra króna, en hin kostaði 9 þúsund pund, eða um 1,6 milljón í íslenskum krónum.

Rándýrar töskur

Georgina hefur verið dugleg að deila myndum af sér með glæsilegum töskum. Þar má nefna tvær Birkin töskur, eina sem kostar rúmlega 25 milljónir og aðra sem kostar rúmlega 8 milljónir í íslenskum krónum. Þá hefur hún deilt mynd af sér í flugvél þar sem hún var með eina af þessum Birkin töskum en einnig var hún með Prada tösku. Prada taskan kostar þó ekki nema um 110 þúsund í íslenskum krónum, dýr taska en hún kemst þó ekki með tærnar þar sem hinar töskurnar hafa hælana í verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allir stærstu fjölmiðlar Bretlands fjalla um íslenska undrabarnið

Allir stærstu fjölmiðlar Bretlands fjalla um íslenska undrabarnið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær svarar fyrir sig – „Hann mun spila mjög stórt hlutverk“

Solskjær svarar fyrir sig – „Hann mun spila mjög stórt hlutverk“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetinn segir af sér eftir stríðið við Messi

Forsetinn segir af sér eftir stríðið við Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrsti landsleikur Hólmfríðar síðan 2017

Fyrsti landsleikur Hólmfríðar síðan 2017
433Sport
Í gær

Allir risarnir í Evrópu horfa til 17 ára Íslendings – Mun kosta fleiri hundruð milljónir

Allir risarnir í Evrópu horfa til 17 ára Íslendings – Mun kosta fleiri hundruð milljónir
433Sport
Í gær

Hrósar Solskjær fyrir að þora að bekkja sinn verðmætasta leikmann

Hrósar Solskjær fyrir að þora að bekkja sinn verðmætasta leikmann