fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Glöggir borgarar hjálpuðu lögreglunni á Suðurnesjum að finna fjóra þjófa

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir karlmenn voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum í gær vegna þjófnaðar hjá knattspyrnudeild Njarðvík. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

„Okkur langar að þakka ykkur fyrir veitta aðstoð varðandi rannsókn á innbroti í vallarhús UMFN fyrr í vikunni. Ábendingar frá ykkur gerðu það að verkum að í gærkvöldi voru 4 menn handteknir og fannst allt þýfið sem stolið var úr innbrotinu. Aðilarnir 4 vera yfirheyrðir nú síðar í dag,“ segir á Facebook síðu umdæmisins.

Birt var myndband úr öryggismyndavél sem er staðsett við vallarhús félagsins. Þar sáust þjófarnir gera sig líklega. Þjófarnir höfðu á brott með sér ýmis tæki, þar á meðal fartölvu, hátalara og myndvarpa.

Þeir verða yfirheyrðir síðar í dag en myndband af innbortinu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga