Tvö mörk voru skoruð af íslendingum í leikjum kvöldsins í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni.
Ísak Bergmann var í byrjunarliði Norrköping sem sótti Kalmar heim í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak kom Norrköping yfir með skallamarki á 28.mínútu. Leikar enduðu með 0-2 sigri Norrköping sem eru eftir leikinn í 4.sæti deildarinnar með 32 stig. Hægt er að sjá mark Ísaks hér:
Magiskt förarbete av Levi när Ísak Bergmann Jóhannesson ger Norrköping ledningen pic.twitter.com/cYq7FR0Fez
— Dplay Sport 🇸🇪 (@Dplay_Sport) September 14, 2020
Í dönsku úrvalsdeildinni var íslendingaslagur þegar að AGF og Vejle áttust við á Ceres Park í Árósum. Um var að ræða leik í fyrstu umferð deildarinnar. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF og skoraði þriðja mark þeirra á 58. mínútu. Kjartan Henry Finnbogasson var á meðal varamanna í liði Vejle en kom inn á 70.mínútu. Leikar enduðu með 4-2 sigri AGF. Mark Jóns Dags má sjá hér:
Booooom Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) 🇮🇸⚽️⭐️👌 pic.twitter.com/y7vsz0ZUmy
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 14, 2020
Óskar Sverrisson leikmaður Hacken í Svíþjóð var síðan ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli gegn Sirius í sænsku úrvalsdeildinni.
Allsvenskan (Svíþjóð)
Kalmar 0 – 2 Norrköping
0-1 Ísak Bergmann Jóhannesson (’28)
0-2 Christoffer Nyman (’38)
Hacken 1 – 1 Sirius
0-1 Axel Bjornström (’54)
1-1 Jasse Tuominen (’90)
Superliga (Danmörk)
AGF 4 – 2 Vejle
1-0 Patrick Mortensen (‘9)
2-0 Frederik Tingager (’17)
3-0 Jón Dagur Þorsteinsson (’58)
3-1 Raphael Dwamena (’71)
3-2 Juhani Ojala (’84)
4-2 Benjamin Hvidt (’91)
Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengnar frá urslit.net