fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Hólmbert Aron að semja við stórt félag á Ítalíu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmbert Aron Friðjónsson mun að öllu óbreyttu ganga í raðir Brescia á Ítalíu. Þetta herma mjög öruggar heimildir 433.is.

Brescia reynir að ná samkomulagi við Álasund um að kaupa Hólmbert af norska félaginu. Samningur Hólmberts við Álasund í Noregi rennur út í lok árs. Samkvæmt heimildum 433.is vonast allir aðilar til að klára málið á næstu dögum.

Hólmbert er 27 ára gamall sóknarmaður en hann gekk í raðir Álasunds árið 2018. Hann hefur skorað 11 mörk á þessu tímabili í norsku úrvalsdeildinni, hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur fjöldi liða haft samband við Álasund síðustu vikur og reynt að kaupa Hólmbert, þar má nefna lið í Tyrklandi og Rússlandi.

Hólmbert hélt ungur að árum til Celtic í Skotlandi og fór þaðan til Bröndby í Danmörku. Hann lék svo með KR og Stjörnunni hér á landi áður en hann hélt aftur út árið 2018.

Framherjinn stóri og stæðilegi var í leikmannahópi Íslands gegn Belgíu og Englandi. Hólmbert fiskaði vítaspyrnuna sem Birkir Bjarnason brenndi af gegn Englandi en nú verða þeir liðsfélagar á Ítalíu. Birkir gekk í raðir Brescia í janúar en liðið féll úr Seriu A á síðustu leiktíð.

Hólmbert skoraði svo eina mark Íslands í 5-1 tapi gegn Belgíu á þriðjudag. Keppni í Seriu B hefst í lok mánaðarins en líkur eru á að Hólmbert gangi í raðir félagsins fyrir þann tíma.

Sögufrægir leikmenn hafa komið við sögu hjá Brescia en má þar nefna Roberto Baggio og Pep Guardiola. Mario Balotelli er svo í herbúðum félagsins í dag. Brescia hefur í fjórgang unnið Seriu B.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“