fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Rashford mun prýða forsíðu Vogue tímaritsins – „Þá væri ég að bregðast sjálfum mér“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. ágúst 2020 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford, sem leikur með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, mun prýða forsíðu Vogue tímaritsins sem kemur út í september.

Þema blaðsins er aktívismi en Rashford hefur verið afar duglegur undanfarið þegar kemur að því. Á meðan kórónuveiran lokaði öllum skólum í Bretlandi fór Rashford að sjá til þess að börn yrðu ekki svöng þegar þau gátu ekki farið í skólann og fengið mat. Mörg börn í Bretlandi treysta á heita máltíð í skólanum en Rashford safnaði 20 milljónum punda til að fæða börn sem ekki eiga vel stæða foreldra.

Rashford sjálfur kemur af heimili þar sem lítið var um fjármuni og mamma hans þurfti að berjast við því að Manchester United tæki hann ári fyrr inn í félagið. „Ríkisstjórnin hefur gert allt til þess að bjarga efnahagmálum þjóðarinnar, í dag bið ég ykkur um að ganga lengra og halda utan um öll börn sem eru í vandræðum,skrifaði Rashford í opnu bréti til embætismanna og það bar árangur.

Í samtali við Vogue sagði Rashford hvers vegna hann er að standa í þessu. „Ég er með engu móti einhver stjórnmálamaður en ég er með mína rödd og mín áhrif sem hægt er að nota á þennan hátt. Ef ég myndi ekki taka af skarið og segja þegar eitthvað er ekki í lagi þá væri ég að bregðast sjálfum mér.“

Hér fyrir neðan má sjá forsíðu tímaritsins sem um ræðir en fyrirsætan Adwoa Aboah er með Rashford á forsíðunni. Aboah er líka aktívisti en hún hefur verið að berjast fyrir bættri geðheilsu og geðheilbrigði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld