fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Spænskir miðlar traðka á Barcelona eftir niðurlæginguna í gær – Messi gæti farið

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Söguleg niðurlæging,“ stóð í stórum stöfum á forsíðum íþróttatímarita á Spáni í dag. Barcelona tapaði 2-8 gegn Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

The Sun birtir í dag myndir af forsíðum blaðanna á Spáni en þar segir meðal annars að um sé að ræða endalok gullaldar Barcelona-liðsins. Orð eins og niðurlæging og vandræðalegt eru í stórum stöfum á forsíðunum en Barcelona hafði ekki tapað með 6 marka mun síðan árið 1951.

Eitt tímaritið gaf 9 leikmönnum Barcelona 0 í einkunn. Lionel Messi, sem hefur verið kjörinn besti leikmaður heims sex sinnum, var einn af þeim sem fékk þessa einkunn. Þá eru stuðningsmenn Barcelona handvissir um að Messi muni biðja um að fá að fara frá liðinu eftir leikinn í gær.

Messi er samningsbundinn félaginu fram á næsta ár en undanfarið hafa orðrómar sprottið upp um að hann vilji fara frá félaginu. Sagt hefur verið að hann sé ekki sáttur með stjórn félagsins og ljóst er að ef það verða ekki stefnubreytingar þá gæti hann farið frá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum