fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Gylfi harðlega gagnrýndur: ,,Sé hann ekki borga það til baka“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Adrian Durham er ekki ánægður með íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson.

Gylfi hefur verið gagnrýndur á þessu tímabili en hann hefur ekki verið iðinn við kolann eins og oft áður.

Durham bendir á verðmiða Gylfa sem kostaði 45 milljónir punda og spyr hver afsökunin hans sé fyrir spilamennskunni.

,,Hann byrjaði með þrjá á miðjunni, Sigurðsson, Gomez og Davies,“ sagði Durham á TalkSport eftir leik Everton við Tottenham sem tapaðist 1-0.

,,Það var engin barátta til staðar, þeir unnu enga bolta, þeir sköpuðu ekkert. Gomes hefur verið meiddur, Davies er enn að bíða og Gordon lítur vel út.“

,,Ég væri til í að vita afsökun Gylfa? Ég horfi á leikmann, þegar hann kom fyrir þremur árum fyrir 45 milljónir punda, ég sé hann ekki borga það til baka.“

,,Hann hefur byrjað 25 leiki, skorað tvö mörk og lagt upp tvö. Miðað við verðið þá býst maður við miklu meira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina