fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
433Sport

Segir að Ísak sé einstakur: Var númer eitt á listanum – ,,Verður ekki mikið lengur en út sumarið“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Laul, blaðamaður Aftonbladet í Svíþjóð, ræddi við Vísi í dag um undrabarnið Ísak Bergmann Jóhannesson.

Ísak er talinn gríðarlegt efni en hann skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark fyrir Norrkoping gegn Goteborg í gær.

Miðjumaðurinn skoraði með frábæru skoti innan teigs og lagði hann svo upp annað mark í sigrinum.

Laul fer fögrum orðum um Ísak í samtali við Vísi og býst ekki við að hann verði þar mikið lengur.

Fyrir tímabilið gerðum við lista yfir bestu ungu leikmennina í sænsku úrvalsdeildinni og hann var þar í 1. sæti. En samt gátum við ekki ímyndað okkur að hann myndi gera svona mikið, svona snemma á tímabilinu. Það kemur okkur á óvart hvað hann hefur þroskast hratt,“ segir Laul við Vísi.

,,Ég get ekki ímyndað mér að hann verði mikið lengur en út sumarið. Stærri félög reyna væntanlega að fá hann því hann er einfaldlega það hæfileikaríkur.“

„Kannski vill hann vera áfram í Svíþjóð og öðlast meiri reynslu áður en hann tekur næsta skref á ferlinum. En ég er sannfærður um að stærri félög reyni að kaupa hann í sumar.“

Laul fer svo langt og líkir leikmanninum við Alexander Isak sem er landsliðsmaður Svía og á mála hjá Real Sociedad.

Isak vakti fyrst athygli sem táningur í Svíþjóð og var stuttu seinna keyptur til Borussia Dortmund.

,,Hann er með mikla tækni og getur gert hluti með boltann á miklum hraða. Hann getur tekið boltann með sér á fullri ferð í átt að marki andstæðinganna og sett hann í netið. Ég hef aldrei séð sautján ára leikmann gera þessa hluti, nema kannski Alexander Isak.“

Nánar má lesa viðtalið á síðu Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 2 dögum

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum

Veðmálasíða opinberar upplýsingar – Hundruðir milljóna í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hin 16 ára Amanda Andradóttir skrifar undir í Danmörku

Hin 16 ára Amanda Andradóttir skrifar undir í Danmörku
433Sport
Fyrir 3 dögum

Markahæstar í Lengjudeildinni það sem af er móti – Þrjár með fimm mörk

Markahæstar í Lengjudeildinni það sem af er móti – Þrjár með fimm mörk
433Sport
Fyrir 3 dögum

Andri Fannar verður áfram á Ítalíu – Framlengir við Bologna

Andri Fannar verður áfram á Ítalíu – Framlengir við Bologna
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hinn ungi og efnilegi Ísak spilaði allan leikinn í Svíþjóð

Hinn ungi og efnilegi Ísak spilaði allan leikinn í Svíþjóð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rashford mun prýða forsíðu Vogue tímaritsins – „Þá væri ég að bregðast sjálfum mér“

Rashford mun prýða forsíðu Vogue tímaritsins – „Þá væri ég að bregðast sjálfum mér“