fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Eiður Smári og Logi Ólafs gætu tekið við FH

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 13:49

© 365 ehf / Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Helgi Kristjánsson, sem hefur þjálfað FH síðan í ársbyrjun 2018, hefur verið ráðinn til danska liðsins Esbjerg. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi hlaðvarpsins Dr. Football, greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag.

Ljóst er að FH er án þjálfara og þarf félagið að finna nýjan til að klára leiktíðina. Í kjölfar viðburða dagsins hafa farið ýmsar sögusagnir af stað um það hver muni taka við FH. Hjörvar Hafliðason velti því fyrir sér hvort Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, gæti tekið við keflinu en Davíð lagði skóna á hilluna eftir tímabilið í fyrra.

Orðið á götunni er þó að Eiður Smári Guðjohnsen taki við keflinu en Eiður er vel þekktur enda fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður sem er að margra mati einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands. Þá fylgir orðrómnum að Logi Ólafsson, sem þjálfaði síðast Víking Reykjavík, taki einnig við keflinu ásamt Eiði Smára en Logi hefur áður þjálfað FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar