fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Klopp virtist skjóta á leikmann Arsenal: ,,Þarf ég David Luiz?“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, virtist skjóta á David Luiz, varnarmann Arsenal, eftir leik við liðið í kvöld.

Liverpool tapaði 2-1 gegn Arsenal á Emirates eftir tvö varnarmistök frá Virgil van Dijk og Alisson Becker.

Eftir leik þá sagði Klopp að mistök væru hluti af leiknum og gerði um leið grín að Luiz sem spilar með Arsenal.

,,Strákarnir mínir munu vilja vinna í næstu viku [gegn Chelsea]. Við höfum beðið eftir þessu lengi og sumir í 30 ár. Þetta verður stór stund fyrir okkar fjölskyldur en það er leikur þarna á milli,“ sagði Klopp en Liverpool fær titilinn afhentan eftir þann leik.

,,Það eru fimm milljón ástæður fyrir því að við viljum vinna þennan leik. Við erum meistararnir og vorum það eftir 31 leik.“

,,Við fáum þau stig sem við eigum skilið. Við höfum átt frábært tímabil og enginn tekur það af okkur.“

,,Er einhver hissa á að Van Dijk og Alisson séu mannlegir? Ég er það ekki. Þarf ég David Luiz? Hann er búinn að skrifa undir nýjan samning, ha?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar