Chelsea hefur komist að samkomulagi við Timo Werner um að ganga í raðir félagsins frá RB Leipzig í sumar.
Werner var sterklega orðaður við Liverpool en hann hefur raðað inn mörkum í Þýskalandi.
Chelsea ætlar að borga honum 200 þúsund pund á viku og er Chelsea að rífa upp veskið á meðan önnur félög halda sig til hlés.
The Athletic segir að Liverpool muni ekki kaupa nein stór nöfn í sumar, besta félag Evrópu hefur ekki efni á því.
The Athletic segir að launapakki Liverpool sé í hæstu hæðum og að félagið geti ekki bætt við leikmönnum á launaskrá sína. Liverpool er í dag að borga 310 milljónir punda í laun á ári.