fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Keyra mótin áfram þrátt fyrir að smit muni greinast

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. júní 2020 11:20

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindist íslenska knattspyrnukonan, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir leikmaður Breiðabliks með jákvætt sýni í COVID-19 sýnatöku. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Síðar kom í ljós að hún hafði verið í nánd við smitaðan einstakling erlendis og fór því aftur í sýnatöku. Sú sýnataka reyndist jákvæð. Sem stendur er hún einkennalaus.

Bæði kvennalið Breiðabliks og KR eru í sóttkví vegna málsins og fleiri til. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir við Fréttablaðið að leikjum þessara liða verði frestað en aðrir leikir í deildinni fari fram.

Birkir segir einnig að komi upp fleiri smit verði ekkert sett í pássu og mótin verði keyrð áfram.

„Mótin munu því ekki breytast umfram það að leikjum Breiðabliks og KR á meðan leikmenn og forráðamenn þeirra liða munu frestast fram yfir sóttkvína. Við munum keyra mótin áfram þrátt fyrir að smit muni greinast,“ segir mótastjórinn enn fremur við Fréttablaðið.

Fimm leikjum hefur verið frestað vegna málsins. Þar sem leikmenn Breiðabliks og KR hafa verið sett í sóttkví, hefur tveimur leikjum Breiðablik og KR í Pepsi Max deild kvenna verið frestað.

Leikirnir eru:
30. júní kl. 19.15 Þróttur R – Breiðablik
1. júlí kl. 19.15 KR – FH

6. júlí kl. 18.00 Breiðablik – Þór/KA
6. júlí kl. 19.15 Selfoss – KR

Einum leik í Lengjudeild kvenna hefur einnig verið frestað:
26. júní kl. 19:15 Augnablik – Tindastóll

Nýjir leikdagar ákveðnir síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni