fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Keyra mótin áfram þrátt fyrir að smit muni greinast

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. júní 2020 11:20

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindist íslenska knattspyrnukonan, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir leikmaður Breiðabliks með jákvætt sýni í COVID-19 sýnatöku. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Síðar kom í ljós að hún hafði verið í nánd við smitaðan einstakling erlendis og fór því aftur í sýnatöku. Sú sýnataka reyndist jákvæð. Sem stendur er hún einkennalaus.

Bæði kvennalið Breiðabliks og KR eru í sóttkví vegna málsins og fleiri til. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir við Fréttablaðið að leikjum þessara liða verði frestað en aðrir leikir í deildinni fari fram.

Birkir segir einnig að komi upp fleiri smit verði ekkert sett í pássu og mótin verði keyrð áfram.

„Mótin munu því ekki breytast umfram það að leikjum Breiðabliks og KR á meðan leikmenn og forráðamenn þeirra liða munu frestast fram yfir sóttkvína. Við munum keyra mótin áfram þrátt fyrir að smit muni greinast,“ segir mótastjórinn enn fremur við Fréttablaðið.

Fimm leikjum hefur verið frestað vegna málsins. Þar sem leikmenn Breiðabliks og KR hafa verið sett í sóttkví, hefur tveimur leikjum Breiðablik og KR í Pepsi Max deild kvenna verið frestað.

Leikirnir eru:
30. júní kl. 19.15 Þróttur R – Breiðablik
1. júlí kl. 19.15 KR – FH

6. júlí kl. 18.00 Breiðablik – Þór/KA
6. júlí kl. 19.15 Selfoss – KR

Einum leik í Lengjudeild kvenna hefur einnig verið frestað:
26. júní kl. 19:15 Augnablik – Tindastóll

Nýjir leikdagar ákveðnir síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands