fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Keyra mótin áfram þrátt fyrir að smit muni greinast

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. júní 2020 11:20

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindist íslenska knattspyrnukonan, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir leikmaður Breiðabliks með jákvætt sýni í COVID-19 sýnatöku. Hún kom til landsins 17. júní sl. og reyndist sýnataka á landamærum neikvæð. Síðar kom í ljós að hún hafði verið í nánd við smitaðan einstakling erlendis og fór því aftur í sýnatöku. Sú sýnataka reyndist jákvæð. Sem stendur er hún einkennalaus.

Bæði kvennalið Breiðabliks og KR eru í sóttkví vegna málsins og fleiri til. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segir við Fréttablaðið að leikjum þessara liða verði frestað en aðrir leikir í deildinni fari fram.

Birkir segir einnig að komi upp fleiri smit verði ekkert sett í pássu og mótin verði keyrð áfram.

„Mótin munu því ekki breytast umfram það að leikjum Breiðabliks og KR á meðan leikmenn og forráðamenn þeirra liða munu frestast fram yfir sóttkvína. Við munum keyra mótin áfram þrátt fyrir að smit muni greinast,“ segir mótastjórinn enn fremur við Fréttablaðið.

Fimm leikjum hefur verið frestað vegna málsins. Þar sem leikmenn Breiðabliks og KR hafa verið sett í sóttkví, hefur tveimur leikjum Breiðablik og KR í Pepsi Max deild kvenna verið frestað.

Leikirnir eru:
30. júní kl. 19.15 Þróttur R – Breiðablik
1. júlí kl. 19.15 KR – FH

6. júlí kl. 18.00 Breiðablik – Þór/KA
6. júlí kl. 19.15 Selfoss – KR

Einum leik í Lengjudeild kvenna hefur einnig verið frestað:
26. júní kl. 19:15 Augnablik – Tindastóll

Nýjir leikdagar ákveðnir síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“