fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Höddi Magg snýr aftur á skjáinn á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 11:12

Vilhelm Gunnarsson © 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti furðu margra þegar Herði Magnússyni var sagt upp á Sýn á síðasta ári en Hörður hafði verið einn ástsælasti íþróttafréttamaður landsins til margra ára. Lýsingar hans á kappleikjum og Pepsi mörkin undir hans stjórn nutu mikilla vinsælda.

Hörður hefur verið utan sviðsljóssins síðustu mánuði en hann snýr aftur á skjáinn á morgun þegar hann lýsir leik Werder Bremen og Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni samkvæmt heimildum 433.is.

Leikurinn er sýndur á Viaplay og mun Hörður sjá um lýsingar fyrir efnisveituna á næstu dögum og vikum. Leikur Werder Bremen og Frankfurt hefst klukkan 18:30.

Viaplay er með réttinn á þýska boltanum, þeim hollenska og danska einnig. Fleiri íþróttir eru einnig á Vipalay.

Hörður er þjóðþekktur einstaklingur, eftir framgang sinn á knattspyrnuvellinum og svo í starfi sínu sem íþróttafréttamaður í 19 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði