fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Brot á samkomubanni í beinni útsendingu á Hlíðarenda

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. maí 2020 09:24

Þríeykið. Mynd: Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar reglur um samkomubann tóku gildi í dag og nú eru íþróttaæfingar utan dyra leyfðar, í meistaraflokki geta sjö leikmenn verið saman í hóp. Síðustu vikur hafa allar æfingar verið bannaðar.

Nokkuð hefur verið um ábendingar þess efnis að félög hafi ekki virt þessar reglur á meðan æfingar voru bannaðar. Þannig herma heimildir 433.is að alla veganna eitt félag í efstu deild karla í knattspyrnu hafi fengið aðvörun frá Almannavörnum, fyrir að brjóta þessar reglur á meðan samkomubannið var í gangi.

Um helgina birtist svo frétt á Stöð2 þar sem leikmenn Vals voru mættir til æfingar, fimm leikmenn voru mættir í hlaupapróf ásamt Srdjan Tufegdzic aðstoðarþjálfara liðsins. Skipulögð æfing er skýrt brot á reglunum sem voru í gildi.

Verið var að mæla hlaupatölur leikmanna Vals.  ,,Allt íþróttastarf barna og fullorðinna er bannað,“ sagði á vef Almannavarna en þessar reglur voru í gildi þangað til í dag.

Reglan um tvo metrana var í gildi ef marka má myndefnið frá Stöð2 en í dag geta æfingar hafist að nýju með nokkuð eðlilegum hætti. Þannig geta sjö leikmenn verið á sama svæði og alls 28 leikmenn á heilum velli, en skipta þarf vellinum upp í fjögur svæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Arftaki Mourinho klár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reynir aftur að fara frá United eftir áramót

Reynir aftur að fara frá United eftir áramót
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hinn umdeildi dómari ákærður – Sakaður um að hafa brotið hrottalega gegn barni

Hinn umdeildi dómari ákærður – Sakaður um að hafa brotið hrottalega gegn barni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þjálfari Frakklands bálreiður eftir að baulað var á leikmann liðsins í gær

Þjálfari Frakklands bálreiður eftir að baulað var á leikmann liðsins í gær
433Sport
Í gær

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst
433Sport
Í gær

Virgil van Dijk heiðraður í Hollandi – Stúka nefnd í höfuðið á honum

Virgil van Dijk heiðraður í Hollandi – Stúka nefnd í höfuðið á honum
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“
433Sport
Í gær

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“