fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? – „Úff smá klúður“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PUMA hefur staðfest stóran samning við KSÍ, þetta var staðfest í fréttatilkynningu nú í morgun.

„Ég hef verið afar hrifin af þeim árangri sem Íslands hefur náð,“ sagði Björn Gulden stjórnarformaður PUMA. „Þrátt fyrir að vera fámenn þjóð þá hefur Íslands marga hæfileikaríka leikmenn. Það er frábært viðhorf þarna og það er góður liðsandi. Við erum spennt fyrir því að vinna með KSÍ.“

Í fréttatilkynningu Puma er talað um það magnaða afrek að Ísland með 330 þúsund íbúa hafi komið karlaliði sínu á EM 2016 og HM 2018. Þá er talað um frábæran árangur kvennalandsliðsins sem komst þrjú ár í röð inn á EM.

Ekki á að frumsýna nýja treyju Íslands fyrr en í júlí en netverjar telja að mynd af treyjunni hafi óvart lekið á netið. Þannig birti Puma frétt með mynd af Guðna Bergssyni og starfsmanni Puma ásamt treyju sem gæti verið nýr búningur Íslands.

„Accidental frumsýning á KSÍ lógóinu right here. Einhver landvættastemmning í gangi. Áhugavert;“ skrifar Andri Ólafsson fyrrum fréttamaður á Twitter.

Daníel Rúnarsson hönnuður og fyrrum ljósmyndari leggur orð í belg. „Úff smá klúður. En geggjað „skjaldarmerki“. Er að melta búninginn…svalur við fyrstu sýn, vona að þetta sé unique hönnun en ekki eitthvað sem þeir eiga á lager,“ skrifar Daníel.

„Gammur, griðungur, dreki, bergrisi. Nett,“ sagði Andri Ólafsson.

KSÍ mun þá einnig frumsýna nýtt merki á búningi sambandsins en þessa treyju sem Puma birti með frétt sinni má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“