fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Ætla ekki að blanda sér í fjölmiðlafárið

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 26. maí 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var búin að hugsa það upp á síðkastið hvenær væri rétti tíminn til að koma heim. Eftir að deildin var blásin af í Hollandi fór ég að horfa heim og núna var ég í fyrsta skiptið spennt fyrir því að koma heim að spila“ segir Anna Björk Kristjánsdóttir leikmaður Selfoss í Pepsí max deildinni sem kom til félagsins frá PSV.

Anna var í viðræðum við tvö til þrjú önnur lið en sagði Selfoss heilla mest. „Þegar ég talaði við Alla [Alfreð Elías Jóhannsson þjálfara Selfoss] leist mér strax mjög vel á þetta. Það er mikill metnaður í liðinu og þau voru mjög skýr og ákveðin í öllum samskiptum. Liðið og leikmennirnir eru líka spennandi.“

Selfoss lenti í þriðja sæti í deildinni á síðustu leiktíð og varð auk þess bikarmeistari. „Þær stóðu sig vel í fyrra. Ég fylgdist vel með deildinni og horfði á bikarúrslitin og liðið var mjög heillandi. Selfoss er með unga og efnilega leikmenn og reynslumikla leikmenn inn á milli. Alfreð hljómar líka mjög heilsteyptur. Þau hjálpuðu mér líka að finna vinnu í sumar. Ég er að læra sjúkraþjálfun og fékk vinnu við það á Selfossi. Það var ýmislegt sem gerði það að verkum að það heillaði mig að semja við Selfoss“ segir Anna Björk.

Selfoss endaði í þriðja sæti í fyrrasumar og varð bikarmeistari. Anna segir þær finna fyrir pressu að gera betur en í fyrra. „Pressan kemur fyrst og fremst frá liðinu sjálfu og fólkinu í kring um liðið. Það er mikill hugur í okkur og það er líka pressa utan frá. Við erum með sterkan hóp og við ætlum okkur klárlega að gera betur en í fyrra. Stefnan er að vinna titil og vonandi gengur það upp“.

Umræða myndaðist um laun Önnu Bjarkar hjá Selfossi í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Talað var um að launin hennar væru of há fyrir leikmann í Pepsí Max deild kvenna. Hvorki Anna Björk né Alfreð vildu tjá sig um málið. Í samtalið við blaðamann sagði Alfreð: „Við reynum að gera eins vel og við getum fyrir karla og konur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi