fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
433Sport

Viðar ómyrkur í máli: „Það er bara haldið kjafti og þagað“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. maí 2020 10:00

Fréttablaðið/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Halldórsson formaður aðalstjórnar FH og stjórnarmaður í ECA, hagsmunafls knattspyrnufélaga í Evrópu er ómyrkur í máli þegar kemur að viðbrögðum við ástandinu í íþróttahreyfingunni. Þetta kemur fram í viðtali í Fréttablaðinu.

Viðar segir að það vanti hraðari vinnubrögð og þeir sem hafi vit á málinu eigi að koma saman. Íþróttahreyfingin eins og margar aðrar greinar horfa fram á mikinn tekjubrest vegna kórónuveirunnar.

„Mín sýn á forystufólk í íþróttahreyfingunni er kannski öðruvísi en margra annarra. Mér finnst þetta orðið svo flatt einhvern veginn. Mér finnst, hvort sem þetta heitir hand-, fót-, eða körfubolti, eða hvaða nafn sem íþróttin heitir, að fólk hafi skoðanir en láti þær aldrei í ljós. Það er bara haldið kjafti og þagað. Það er eins og flatneskjan ráði för og mér finnst þetta vera að versna,“ sagði Viðar við Fréttablaðið.

Viðar leggur áherslu á það að öllum verði hjálpað en vill ekki að minni félög hafi áhrif á hvað verði gert.

,,Það þarf að sjálfsögðu að huga vel að félögunum úti á landi en það er hellingur af félögum sem er tekið tillit til. Það er ekki vinsæl skoðun að kalla þetta bumbubolta en þannig félög eru að taka ákvarðanir um kvennabolta, barna- og unglingastarf og ýmislegt fleira. Mér finnst eins og það sé verið að taka of mikið tillit til þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Rekja 41 dauðsfall til Liverpool leiks

Rekja 41 dauðsfall til Liverpool leiks
433Sport
Í gær

16 milljarða króna afsláttur

16 milljarða króna afsláttur
433Sport
Í gær

Telur að Dortmund þurfi að sækja sér aur og að Sancho verði seldur

Telur að Dortmund þurfi að sækja sér aur og að Sancho verði seldur
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor skoraði og lagði upp – Rúrik áfram í stúkunni

Guðlaugur Victor skoraði og lagði upp – Rúrik áfram í stúkunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

14 leikmenn voru keyptir en fáir eru eftir

14 leikmenn voru keyptir en fáir eru eftir
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja setja allt á fullt í næstu viku en þurfa að sannfæra alla

Vilja setja allt á fullt í næstu viku en þurfa að sannfæra alla
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ronaldo trúlofaður og að verða fimm barna faðir

Ronaldo trúlofaður og að verða fimm barna faðir
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ungstirnið gaf pabba Benz jeppa í afmælisgjöf

Ungstirnið gaf pabba Benz jeppa í afmælisgjöf