fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Er búið að eyðileggja orðspor Liverpool?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool eru vægast sagt ósáttir með félagið sitt þessa dagana, og þá ákvörðun að félagið ætlar að láta ríkið greiða stærstan hluta af launum starfsmanna. Ástæðan er kórónuveiran og útgöngubann sem ríkir á Englandi.

Liverpool hefur ákveðið að allt starfsfólk fyrir utan leikmenn fari í leyfi, þannig fær starfsfólkið 80 prósent af laununum sínum frá ríkinu. Liverpool borgar svo hin 20 prósentin.

Stuðningsmenn Liverpool eru ósáttir með félagið að nýta sér þetta, enda er þetta úrræði fyrir fyrirtæki í neyð. Liverpool hagnaðist um rúmar 40 milljónir punda á síðasta ári.

Piers Morgan, sjónvarpsstjarna á Bretlandi segir að gott orðspor félagsins sé nú farið. ,,Liverpool hefur byggt sér upp frábært orðspor undir stjórn Jurgen Klopp, liðið vann Meistaradeildina og er með frábært lið. Allir voru stoltir af þeim og héldu með liðinu,“ sagði Morgan.

Hann kennir John W Henry, eiganda Liverpool um málið. ,,Það er allt farið, því að milljarðamæringurinn sem á félagið tók þá ákvörðun að það væri rétt að setja starfsfólk á bætur, þrátt fyrir mikinn hagnað á síðasta ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins