fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Frægasti koss í sögu Íslands: ,,Heimurinn um víða veröld tók að skjálfa og nötra skömmu eftir“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. apríl 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavél:

Það var sögulegur leikur sem fram fór á Laugardalsvelli haustið 1998 þegar Frakkar, sem þá voru Heimsmeistarar komu í heimsókn. Fáir töldu að litla Ísland ætti möguleika í þessa risa, það var ekki alveg svo.

Ísland og Frakkland gerðu 1-1 jafntefli í leiknum en Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands, fram til ársins 2015 voru þetta líklega merkilegustu úrslit sem íslenska karlalandsliðið hafði náð.

DV fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. ,,Knattspyrnuheimurinn um víða veröld tók að skjálfa og nötra skömmu eftir að belgíski dómarinn flautaði til leiksloka í viðureign íslendinga og heimsmeistara Frakka í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á laugardagskvöldið. Hvers vegna? Jú litla ísland, í hlutverki Davíðs gegn Golíati, gerði sér lítið fyrir og náði stigi gegn nýbökuðum heimsmeisturum. Þetta eru bestu úrslit í knattspyrnusögu íslands og um leið eitt besta afrek í íþróttasögunni hér álandi,“ var skrifað í DV árið 1998.

Guðjón Þórðarson var þjálfari liðsins og handbragð hans sást á leik liðsins samkvæmt Guðmundi Hilmarssyni sem skrifaði um leikinn fyrir DV.

,,Þessi úrslit er mikill sigur fyrir íslenska knattspyrnu sem hefur átt undir högg að sækja á undanfbrnum árum og ekki síður fyrir Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfara. Handbragð Guðjóns á liðið er greinilega að koma í ljós. Hann er að búa til lið með leikmönnum sem eru tilbúnir að fórna sér fyrir land og þjóð eins og berlega kom í ljós á laugardagskvöldið. Leikaðferðin sem Guðjón lagði með upp fyrir leikinn gekk upp 100%. Hver og einn einasti leikmaður í liðinu skilaði varnarhlutverkinu með sóma og í þau fáu skipti sem íslenska liðið fékk tækifæri á að sækja fram gerðu leikmennirnir það hratt og skipulega.“

,,Rétt hugarfar og fullir sjálfstrausts Eðlilega voru Frakkarnir með frumkvæðið í leiknum allan tímann en þeim varð lítt ágengt gegn firnasterkum íslenskum varnarmúr. Það var greinilegt að íslensku leikmennirnir mættu í leikinn með rétt hugarfar og fullir sjálfstrausts. Þeir báru enga virðingu fyrir frönsku snillingunum og þeir gerðu nákvæmlega það sem fyrir þá var lagt. Þeir lokuðu svæðunum sem Frakkarnir voru að leita sér af færum og á tímabili í síðari hálfleik vissu meistararnir ekki sitt rjúkandi ráð.“

Markið fræga:

Ríkharður Daðason skoraði mark Ísland í leiknum eftir sendingu frá Rúnari Kristnssyni.

,,Markið sem Ríkharður skoraði kom eins og köld vatnsgusa framan í Frakkana og áhorfendur áttu lengi vel bágt með að trúa því að staðan væri 1-0. En eins og gerist i knattspyrnunni var Adam ekki lengi í paradís. Zinedine Zidane tók eina glæsilega rispu upp vinstri vænginn og lagði upp mark fyrir Dugarry. Þetta var nánast í eina skiptið sem Frakkarnir ógnuðu marki íslendinga og hver hefði trúað því fyrir leikinn? í síðari hálfleik vippaði Djorkaeff knettinum í slána og þar með eru upptalin færi Frakkanna í leiknum. heimsmeisturum er stórkostlegur árangur sem á að vera gott veganesti í komandi leikjum. Rúnar, Eyjólfur og Ríkharður í frábæru íslensku liði voru þrír leikmenn áberandi bestir. „

,,Allir íslensku leikmennirnir skiluðu hlutverki sínu með glæsibrag og frammistaða þeirra verður lengi í
minnum höfð. Jafntefli gegn rikjandi Kristinsson, Eyjólfur Sverrisson og Ríkharður Daðason. Rúnar sýndi snilldartilþrif á miðjunni og gaf besta knattspyrnumanni heims, Zinedine Zidane, lítið eftir. Hann lék Frakkana oft grátt og skilaði knettinum undantekningalaust vel frá sér, Eyjólfur stjórnaði varnarleiknum eins og herforingi og vann öll návígi sem hann fór i og Ríkharður hélt frönsku vörninni við efnið. Hann tapaði ekki skallaeinvígi og skilaði frábærri varnarvinnu. Þá má nefna frammistöðu Birkis Kristinssonar. Hann steig ekki feilspor í öllum leiknum og sýndi mikiö öryggi. Allir íslensku leikmennirnir eru.hetjur og eiga hrós skilið fyrir frábært framlag. Áhorfendur, sem voru vel með á nótunum, hylltu leikmenn íslands vel og lengi þegar úrslitin lágu Ijós fyrir. Þeir risu úr sætum og fögnuðu hetjum sínum og það er langt síðan önnur eins stemning hefur ríkt á vellinum. íslendingar mega vera stoltir af íslenska landsliðinu og vonandi fá strákarnir sömu hvatningu í komandi leikjum í kepnninni.“

,,Frakkar, sem með eftirminnilegum hætti lögðu Brasilíumenn í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar fyrir réttum tveimur mánuðum síðan, gengu hnípnir af velli eftir þessa harkalegu magalendingu á Laugardalsvelli. Innst inni áttu meistararnir ekki von á öðru en landa sigri á íslandi en eflaust hafa þeir ekki reiknað með svona óflugri mótspyrnu. Líkt og á HM var sóknarleikur Frakka ekki upp á marga fiska og án Zinedine Zidane væri franska liðið ekki á meðal þeirra bestu í heiminum.“

Byrjunarlið Íslands:
Birkir Kristinsson, Auðun Helgason, Lárus Orri Sigurðsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Þórður Guðjónsson, Eyjólfur Sverrisson, Rúnar Kristinsson, Helgi Kolviðsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson , Ríkharður Daðason.

Byrjunarlið Frakklands:
Fabien Barthez, Lilian Thuram, Didier Deschamps, Frank Lebouef, Bixente Lizarazu, Robert Pires, Chrstian Karembu, Youri Djorkaeff, Zinedine Zidane, Lilian Laslandes, Christophe Dugarry.

Eftir leik átti sér svo stað frægasti koss í sögu sjónvarps á Íslandi. Ingólfur Hannesson ákvað að smella einum á meistara, Guðjón Þórðarson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar