fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

135 prósenta launamunur á kynjunum: Mist segir þetta vera blauta tusku – „Bara vanvirðing í rauninni“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. febrúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Greiðsla fyrir dómgæslu í leikjum efstu deildar karla í fótbolta er 135 prósentum hærri en fyrir leiki í efstu deild kvenna. Sömu greiðslur eru fyrir dómgæslu hjá báðum kynjum í körfubolta og handbolta,“ skrifar Kristjana Arnarsdóttir, fréttakona á RÚV á vef ríkisfjölmiðilsins.

Morgunblaðið fjallaði um laun dómara á Íslandi í gær, fyrir leik í efstu deild karla í knattspyrnu fær dómari leiksins 37.600 krón­ur. Fyrir leik í Pepsi Max-deild kvenna er greiðslan, 16.000 krónur.

Mist Edvarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals er ansi óhress. „Mér finnst þetta bara mjög sjokkerandi. Maður hefur nú alveg heyrt af því að það sé einhver launamunur en 135% er bara alveg rosalega mikið,“ sagði Mist við RÚV.

,,Þetta er bara svolítið blaut tuska í andlitið og bara vanvirðing í rauninni. Það er eins með leikmenn og dómara, eftir því sem reynslan verður meiri, því betri verður þú í þínu fagi. Það er rosalega pirrandi sem leikmaður að horfa upp á það ár eftir ár að það kemur inn dómari, hann fær leik í C-deild karla og efstu deild kvenna, fær að reka sig á, gera mistökin og hlaupa af sér hornin og svo er hann bara farinn í efstu deild karla og við sjáum hann ekki meir. Þetta er bara, eins og ég segi, vanvirðing og ömurlegt í rauninni að heyra þessar tölur í dag.“

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ ræddi málið við RÚV. „UEFA og FIFA verður seint hampað fyrir einhverja jafnréttisbaráttu. Þannig að þetta er pínu spark í rassgatið fyrir okkur og mér finnst að knattspyrnusambandið ætti aðeins að endurskoða sín mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld