fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Skatturinn í Svíþjóð segir íslenskan landsliðsmann stórskuldugan

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Már Ómarsson, íslenskur landsliðsmaður í knattspyrnu skuldar skattaryfirvöldum í Svíþjóð 357 þúsund sænskar krónur. Göteborgs-Tidningen segir frá en Íslendingavaktin vakti fyrst athygli á málinu.

Um er að ræða fimm milljónir íslenskra króna sem skatturinn í Svíþjóð segir að Elías hafi ekki greitt. Elías lék með sænska félaginu Gautaborg en fór þaðan árið 2018.

Skattyfirvöld hafa ítrekað skuld hans reglulega en rannsókn er lokið og skuld Elíasar þarf að greiðast innan tíðar.

Um er að ræða 14 skipti sem skatturinn segir að Elías hafi ekki greitt skatta, átta þeirra tengjast launagreiðslum frá Gautaborg. Sex eru svo vegna vegatolla sem Elías hefur þá gleymt að greiða.

,,Ég hef enga hugmynd um hvað þetta getur verið, ég veit ekkert. Ég laga þetta ef þetta eru mistök. Veist þú hvernig ég get haft samband,“ sagði Elías við sænska miðla.

„Umboðsmaðurinn minn er nú að athuga þetta og ef eitthvað þarf að gera þá munum við auðvitað laga það,“ sagði Elías svo.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar ræðir nú við skattyfirvöld og efast um að þetta sé rétt upphæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni