fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

KA fékk framherja úr dönsku úrvalsdeildinni – Stórlið höfðu áhuga

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA hefur fengið liðsstyrk fyrir næstu leiktíð en liðið samdi í dag við leikmann að nafni Jibril Abubakar.

Abubakar er 20 ára gamall framherji en hann kemur til KA á láni frá danska úrvalsdeildarfélagini Midtjylland.

Abubakar er mjög hávaxinn leikmaður en hann er 193 sentímetrar og mun nýtast vel í loftinu.

Tilkynning KA:

Knattspyrnudeild KA hefur fengið Jibril Abubakar að láni frá danska úrvalsdeildarliðinu FC Mydtjylland og mun hann leika með KA út ágúst mánuð.

Jibril er tvítugur sóknarmaður og er 193 cm á hæð. Hann hefur vakið áhuga stórliða í Evrópu með frammistöðu sinni með U19 ára liði Mydtjylland í Evrópukeppni síðasta tímabil.

Undanfarin ár hafa KA og Midtjylland verið að koma á samstarfi þar sem ungir og efnilegir drengir frá KA hafa farið til reynslu til Midtjylland og er koma Jibrils liður í þessu spennandi samstarfi félaganna.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi spennandi leikmaður aðlagast KA-liðinu og íslenska boltanum en Jibril er mættur norður og verður vonandi kominn með leikheimild sem fyrst. Við bjóðum hann velkominn í KA!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik