fbpx
Laugardagur 26.september 2020
433Sport

Solskjær tjáir sig um kærur vegna grófra kynferðisbrota hjá fyrrum leikmanni Selfoss

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 15:21

Sarr og Solskjær árið 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Babacar Sarr, fyrrverandi leikmaður Selfoss, er sakaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn konum. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er flæktur inn í mál hans og sömuleiðis hans besti vinur, umboðsmaðurinn Jim Solbakken.

Babacar Sarr er 28 ára gamall knattspyrnumaður frá Senegal, en hann lék hér á landi árin 2011 og 2012. Hann var síðan seldur til Noregs og lék með Start og Sogndal. Þegar Sarr var leikmaður Sogndal var hann fyrst sakaður um nauðgun. Á meðan málið var til skoðunar var það Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri Manchester United, sem keypti hann til Molde. Jim Solbakken, besti vinur Solskjær hefur verið umboðsmaður Sarr.

Solbakken og Solskjær stofnuðu saman skrifstofu í kringum umboðsmennsku en Solskjær þurfti að selja hlut sinn þegar hann varð þjálfari hjá varaliði United árið 2008.

Solskjær var spurður út í málið á fréttamannafundi í dag. ,,Ég skil vel hversu erfið þessi staða er, þú vilt ekki sjá neinn í þessum sporum, það á við um alla aðila sem tengjast málinu. Fólk í svona stöðu upplifir erfiða tíma, þetta mál er að fara sína leið í réttarkerfinu og við verðum að virða það,“ sagði Solskjær.

Meira:
Íslendingar óttast að hann hafi nauðgað hér á landi

Árið 2016, þegar Sarr var leikmaður Molde, stigu fjórar konur fram og sökuðu Sarr um að hafa nauðgað sér. Ein af þessum konum varð ófrísk og eignaðist barn sem hún og Sarr eiga saman í dag. Hún segist hafa orðið ófrísk þegar Sarr nauðgaði henni.

Árið 2018 var Sarr sýknaður en skipað að greiða fórnarlömbum bætur sem ákæruvaldið áfrýjaði. Sarr neitaði að gefa blóðsýni og var því málinu frestað og átti Sarr að mæta fyrir dóm í febrúar á síðasta ári.

Rannsókn málsins hélt áfram en Sarr mætti ekki í dómsal og fór svo að gefin var út handtökuskipun á hendur honum. Um þetta leyti kom í ljós að Molde hafði ákveðið að rifta samningi við Sarr og gat hann því yfirgefið landið. Nokkrum dögum síðar var Sarr mættur til Rússlands þar sem hann samdi við Yenisey Krasnoyarsk. Solbakken, besti vinur Solskjær, sá um að koma félagaskiptunum í gegn.

Það sem flækti málið fyrir rannsóknina í Noregi er að ekki er framsalssamningur á milli Rússlands og Noregs. Yfirvöld í Noregi gátu því ekkert gert. Í júní á síðasta ári var svo alþjóðleg handtökuskipun gefin út af Interpool, nú átti að klófesta Sarr og láta hann svara til saka.

Fjórum klukkustundum eftir að Interpool gaf út handtökuskipun hafði Solbakken náð að finna nýtt félag fyrir Sarr, hann samdi nú við Damac í Sádí Arabíu. Þar má Interpool ekkert gera og gat því Sarr áfram verið í friði, án þess að svara til saka.

Samningur Sarr við Damac rann út í upphafi árs og er hann því án félags í dag. Norskir fjölmiðlar sögðu svo frá því á dögunum að ný kæra hefði verið lögð fram þar í landi. Þar sakar kona miðjumanninn frá Senegal um nauðgun. Tvö mál eru því í kerfinu í Noregi þar sem Sarr er sakaður um nauðgun en óvíst er hvort hægt verði að fá Sarr til að mæta og svara til saka. Kæran sem var lögð fram fyrir stuttu varðar atvik frá því í nóvember árið 2018.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginkonur knattspyrnustjarnanna í sárum – Grét þegar hún las þetta – „Ég elska þig“

Eiginkonur knattspyrnustjarnanna í sárum – Grét þegar hún las þetta – „Ég elska þig“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben gerir grín eftir að knattspyrnulið fær styrk frá kynlífstækjaframleiðanda

Gummi Ben gerir grín eftir að knattspyrnulið fær styrk frá kynlífstækjaframleiðanda
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gat ekki sagt nei við FH

Gat ekki sagt nei við FH
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Keflvíkingar komu til baka á Ísafirði

Keflvíkingar komu til baka á Ísafirði
433Sport
Í gær

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga

Vilja 540 milljónir fyrir húsið en enginn virðist hafa áhuga
433Sport
Í gær

Bayern München sigraði Ofurbikarinn

Bayern München sigraði Ofurbikarinn
433Sport
Í gær

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi

Gummi Ben glottir yfir fréttum frá Hollandi