fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

16 ára og þénar 20 þúsund á viku í dag: Hækkar upp í 16 milljónir á viku í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham, er nafn sem fáir þekkja enda er hann aðeins 16 ára gamall. Bellingham spilar fyrir Birmingham í næst efstu deild Englands. Hann er nú eftirsóttur af öllum stórliðum Evrópu.

Bellingham er frá Englandi en Manchester United, FC Bayern, Borussia Dortmund, Barcelona og Real Madrid eru öll að skoða hann, ásamt fleiri liðum. Hann hefur spilað 31 leik fyrir Birmingham á þessu tímabili, öflugt fyrir 16 ára dreng.

Þar sem Bellingham er aðeins 16 ára gamall þá er hann á skólasamningi, hann þénar aðeins 145 pund á viku í dag. Um 20 þúsund krónur.

Bellingham verður 17 ára í júní og fer þá frá Birmingham, með öll stórlið Evrópu á eftir sér telja ensk götublöð að laun hans hækki hressilega. Því er spáð að Bellingham verði boðinn samningur, sem gefi honum 100 þúsund pund á viku í vasann. Það eru rúmar 16 milljónir íslenskra króna. Ágætis launahækkun sem bíður hans.

Bellingham hefur spilað mest á miðsvæðinu en einnig sem fremsti maður, honum er líkt við Dele Alli miðjumann Tottenham.

Manchester United reyndi að kaupa Bellingham í janúar en félög reyna nú að semja við Birmingham um kaupverð áður en glugginn opnar, í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld