fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Sara Björk verulega ósátt: „Get ekki setið á mér og horft upp á fjölmiðla fjalla um ósannar fullyrðingar“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 18:34

Sara Björk missir úr hluta af undankeppninni vegna barneigna. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir fremsta knattspyrnukona Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnar þeim fullyrðingum sem settar hafa verið fram síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að landsliðsþjálfari kvenna þurfa að hafa Söru á sínu bandi til að halda starfi sínu.

Jón Þór Hauksson vék úr starfi landsliðsþjálfara í gær eftir uppákomu í Ungverjalandi í síðustu viku. „Ég vil svara þeirri umfjöllun sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum um að ég sem leikmaður hafi áhrif á ákvörðun um starf íslenska kvennalandsliðsins. Ég sem leikmaður Íslands og sem manneskja get ekki setið á mér og horft upp á fjölmiðla fjalla um ósannar fullyrðingar um mig persónulega án þess að svara fyrir mig,“ skrifar Sara á Twitter.

Sara hefur verið sögð hafa áhrif á hver sé þjálfari liðsins, Valtýr Björn Valtýsson var einn þeir sem hélt því fram. „Krummi gaukaði því að mér og það er sagan á götunni að Elísabet verði ekki þjálfari á meðan Sara er þarna inni. Hann (Heimildarmaðurinn) sagðist hafa heyrt að þær væru ekki vinkonur,“ sagði Valtýr Björn í þætti sínum í dag, Mín Skoðun og átti þar við Elísabetu Gunnarsdóttur sem orðuð er nú við starfið.

Þá sagði Hjörvar Hafliðason að þjálfarinn yrði að hafa Söru Björk Gunnarsdóttur á sínu bandi ef hann ætlaði að halda starfi, hún væri stjarna liðsins. „Þú ert með leikmann sem er stærri en sambandið. Þú ert með súperstjörnu í liðinu. Ef Sara er ekki sátt þá getur þú ekki verið landsliðsþjálfari, það er ekki flóknara en það. Hún er bara stærsti leikmaður liðsins,“ sagði Hjörvar.

„Alhæfingar í fjölmiðlum um að ég Sara Björk sé ekki sátt með ákveðinn þjálfara eða ráðningu einhvers þjálfara og að sá aðili myndi ekki fá né halda starfi eru rangar. Þessar ösönnu fullyrðingar skapa ímynd um mig sem er kolröng og ég kæri mig ekki um svona fréttaflutning. Ég vil því taka fram að ég sem leikmaður hef alltaf sett mér það að í liði eru allir jafnir. Sama hvaða hlutverk fólk fær þá erum við öll í sama liðinu og hvorki ég né neinn annar hefur meira atkvæðavægi en aðrir í liðinu. Þegar kemur að ákvarðanatöku um þjálfaramál landsliðs kvenna er hún alfarið í höndum KSÍ eins og áður hefur komið fram.“

Meira:
Valtýr segir Elísabetu ekki fá starfið – Segir ástæðuna tengjast Söru Björk
„Ef Sara Björk er ekki sátt þá getur þú ekki verið landsliðsþjálfari“

Að endingu sakar hún Jón Þór um að hafa brotið á leikmönnu. „Í ljósi atviksins í Ungverjalandi snýst málið um að brotið var á leikmönnum liðsins og ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum og hugsa um hag þeirra og hópsins sem heild. KSÍ hefur tekið ákvörðun.“

Svaraði einnig fyrir liðið:

Sara sendi einnig frá sér yfirlýsingu fyrir hönd liðsins og þar segir hún Jón Þór hafa átt persónuleg samtöl við leikmenn sem komu fótbolta ekkert við. : „Eftir leik Íslands og Ungverjalands um daginn varð ljóst að við tryggðum okkur sæti á EM 2022. Við fögnuðum því enda virkilega ánægðar með að hafa náð okkar markmiðum. Sama kvöld átti sér stað óásættanleg hegðun Jóns Þórs aðalþjálfara liðsins gagnvart hluta leikmannahópsins. Þar átti hann persónuleg samtöl við leikmenn um önnur mál en fótbolta sem valdið hafa trúnaðarbresti milli hans og leikmanna liðsins,“ segir í yfirlýsingu liðsins.

Hún segir frétt Morgunblaðsins um að leikmenn hefðu íhugað að hætta í landsliðinu, hefði Jón Þór haldið starfinu rangar.

„Í fjölmiðlum hafa komið fram vangaveltur um hvort Jón Þór hefði átt að halda áfram sem þjálfari eða ekki. Líkt og fyrr er það alltaf ákvörðun KSÍ hver gegnir starfi landsliðsþjálfara. Fréttaflutningur um að leikmenn gæfu ekki kost á sér í framtíðarverkefni landsliðsins ef Jón Þór yrði áfram í starfi er uppspuni. Slík umræða hefur aldrei átt sér stað innan leikmannahípsins og mótmælir hópurinn slíkum fréttafutningi harðlega“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru

Þvílík endurkoma – Sjáðu markið sem stjarna Arsenal skoraði eftir margra mánaða fjarveru
Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gummi Ben velti upp þessari spurningu eftir atburði gærkvöldsins

Gummi Ben velti upp þessari spurningu eftir atburði gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Keane ósammála leikmanni United – „Þetta er nánast komið á það stig að mér líki illa við þá“

Keane ósammála leikmanni United – „Þetta er nánast komið á það stig að mér líki illa við þá“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að orðaskipti hafi átt sér stað eftir viðtalið umtalaða við Arnar – „Hann er bara að setja pressu á sig“

Segir að orðaskipti hafi átt sér stað eftir viðtalið umtalaða við Arnar – „Hann er bara að setja pressu á sig“
433Sport
Í gær

Sjáðu það sem fór framhjá mörgum í gær – Leikmaður United fær hressilega á baukinn fyrir þetta athæfi sitt eftir leik

Sjáðu það sem fór framhjá mörgum í gær – Leikmaður United fær hressilega á baukinn fyrir þetta athæfi sitt eftir leik