fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Manchester United fylgist með Harvey Barnes

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 5. desember 2020 13:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska félagið Manchester United, fylgist grannt með Harvey Barnes, miðjumanni Leicester City. Félagið lítur á hann sem mögulega viðbót við leikmannahóp sinn takist félaginu ekki að krækja í Jadon Sancho.

United mistókst að kaupa Sancho fyrir tímabilið, félagið var ekki reiðubúið til þess að borga 109 milljónir punda sem var sú upphæð sem Dortmund vildi fá fyrir leikmanninn.

Harvey Barnes er 22 ára og hefur farið vel af stað með Leicester. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er talinn vera hrifinn af leikmanninum.

Barnes skoraði 7 mörk á síðasta tímabili fyrir Leicester og gaf 9 stoðsendingar. Hann hefur skorað 5 mörk á þessu tímabili. Talið er að Leicester vilji fá í kringum 60 milljónir punda fyrir Leikmanninn.

Forráðamenn Manchester United hafa greint frá því að Solskjær muni fá pening til þess að styrkja liðið í komandi félagsskiptagluggum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar