fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Kári myndi mæla með Lagerback – „Freyr er líka frábær kostur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason myndi mæla með því að KSÍ leitaði til Lars Lagerback um að taka við íslenska landsliðinu. Hann segir Freyr Alexandersson einnig frábæran kost. Íslenska landsliðinu vantar þjálfara og hefur leitin farið af stað, möguleg breyting gæti hafa orðið á hugmyndum KSÍ í gær þegar Lagerback var rekinn frá Noregi.

Lagerback mistókst að koma Noregi inn á Evrópumótið og þá hafa verið læti í kringum hann eftir deilur við framherja liðsins. Lagerback stýrði Íslandi ásamt Heimi Hallgrímssyni frá 2012 til ársins 2016. Hann náði frábærum árangri með Ísland. Starfið hjá Íslandi er laust um þessar mundir og hafa margir verið orðaðir við starfið, óvíst er hvort KSÍ muni hafa samband við Lagerback og bjóða honum starfið. Guðni Bergsson ásamt stjórn sambandsins hefur hafið viðræður við nokkra aðila en samkvæmt heimildum eru í kringum fjögur nöfn á óskalista sambandsins.

Kári lék undir stjórn Lagerbak þegar Ísland komst á Evrópumótið 2016. „Ég er mikill talsmaður Lars, ég myndi alltaf mæla með því. Það er undir Guðna komið að ákveða hvað á að gera, ég veit að Lars myndi gera góða hluti,“ sagði Kári eftir að hafa framlengt samning sinn við Víking í dag.

Kári segir marga góða kosti vera í stöðunni fyrir Guðna Bergsson og stjórn hans en Arnar Þór Viðarsson er mest orðaður við starfið.

„Það eru margir góðir kostir, Freyr er líka frábær kostur. Arnar Viðarsson hefur verið í umræðunni, ég hef ekkert nema gott um þessa menn að segja.“

Viðtal við Kára má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld