fbpx
Þriðjudagur 26.janúar 2021
433Sport

Á Guðni Bergsson að leita til Lars Lagerback? – Sérfræðingar segja sína skoðun

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðinu vantar þjálfara og hefur leitin farið af stað, möguleg breyting gæti hafa orðið á hugmyndum KSÍ í dag þegar Lars Lagerback var rekinn frá Noregi.

Lagerback mistókst að koma Noregi inn á Evrópumótið og þá hafa verið læti í kringum hann eftir deilur við framherja liðsins. Lagerback stýrði Íslandi ásamt Heimi Hallgrímssyni frá 2012 til ársins 2016. Hann náði frábærum árangri með Ísland.

Starfið hjá Íslandi er laust um þessar mundir og hafa margir verið orðaðir við starfið, óvíst er hvort KSÍ muni hafa samband við Lagerback og bjóða honum starfið.

Guðni Bergsson ásamt stjórn sambandsins hefur hafið viðræður við nokkra aðila en samkvæmt heimildum eru í kringum fjögur nöfn á óskalista sambandsins.

Við báðum nokkra sérfræðinga um að svara spurningunni. Á KSÍ að leita til Lars Lagerback og bjóða honum starfið á nýjan leik?

Þorkell Máni Pétursson – Útvarpsmaður og sérfræðingur í Pepsi Max-deild karla
Ég er ekki sannfærður um að Sækja Lars sé málið. Hann er og verður alltaf maðurinn sem fékk okkur til að fyrirgefa Svíum Abba. En þessum kafla er lokið. Næstu ráðningu á að hugsa til 4 ára og ég er á því að hún eigi að vera íslensk. Ég er ekki að sjá að Lars sé að fara koma með eitthvað nýtt að borðinu.

Tómar Þór Þórðarson – Ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
Ég myndi aldrei hafna því að fá Lars Lagerbäck aftur til starfa enda þarf fólk að hafa sig allt við til þess að endurskrifa söguna á þann veg að Svíinn gjörbreytti ekki öllu landslagi landsliðsins og lagði grunninn að bestu árum íslenskrar fótboltasögu.

Að því sögðu fór mikið púður í það að koma á þessari kúltúr breytingu utan vallar og fjölmargar klukkustundir á æfingasvæðinu að gera það sama. Það sást og heyrðist alveg undir lokin að þessar sífelldu endurtekningar á hvernig menn skyldu haga sér og æfingarnar á æfingasvæðinu voru farnar að taka sinn toll. Leikmenn báru virðingu fyrir aðferðinni en virtust vera farnir að þreytast. Almennt trúi ég frekar á kraftaverk heldur en endurkomur en ef strákarnir eru tilbúnir að fá Lars aftur sé ég ekki betri mann í starfið.

Endurkoma?

Bjarni Helgason – Blaðamaður á Morgunblaðinu:
Lars Lagerbäck kom Íslandi á kortið og eins og Ari Freyr Skúlason benti réttilega á á dögunum þá er gott gengi landsliðsins, undanfarin ár, að mörgu leyti honum að þakka.

Hann hefur margsannað það að hann er frábær þjálfari en þegar að hann stýrði liðinu voru allir lykilmenn liðsins á fullu með sínum félagsliðum og hann þurfti aldrei að glíma við meiðslavandræðin sem Erik Hamrén þurfti að takast á við.
Lagerbäck gat svo gott sem stillt upp sama byrjunarliðinu í fimm ár og það væri áhugavert að sjá hann með liðið þar sem hann gæti ekki stillt upp sínum öflugustu liðsmönnum.

Ef Ísland dregst í „þægilegan“ riðil í undankeppni HM má alveg skoða það að fá Lagerbäck aftur en ef ekki þá vona ég að KSÍ fari í ódýrari kost en Svíann.

Benedikt Bóas Hinriksson – Blaðamaður á Fréttablaðinu:
Af hverju ekki. Hann elskar Ísland, við elskum hann og trúlega elska leikmenn Lalla líka. Það kostar allavega ekki mikið að splæsa í hann símtali. Eins og mig minnir var ekki farið í að hringja í neina jarla síðast þegar við urðum landsliðsþjálfaralaus heldur aðeins tekið við umsóknum. Það fannst mér undarleg nálgun og ég vona að nú verði farið í að hringja í menn. Það er nefnilega alltaf skrítið ef fólk er hrætt við símann

Kristján Óli Sigurðsson – Sérfræðingur Dr. Football:
KSÍ á allavega að heyra í Lars og athuga hver hugur hans sé. Hann gjörbreytti allri umgjörð íslenska landsliðsins sem lagði grunninn að því að fara í fyrsta sinn á stórmót með mjólkurkú íslenskrar knattspyrnu. Ég er ekki í nokkrum vafa að hann væri klár í endurkomu. Það er mun skemmtilegra að þjálfa fótboltalið en að gróðursetja nokkur tré allt árið.

Hins vegar fannst mér árangur hans með Noreg ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hann kom liðinu eitthvað upp heimslistann en hann var líka með nýja gullkynslóð Norðmanna sem er komin upp eins og Ödegaard, Haaland og fleiri frábæra leikmenn.

Hvort hann sé orðinn saddur kemur í ljós.

En ef hann verður ekki valinn verða þetta fyrstu spurningarnar sem KSÍ þarf að svara fyrir ef næsti þjálfari byrjar illa. Af hverju tókuð þið ekki Lars aftur? Kom hann okkur ekki á stórmót í 2. tilraun og í umspil í þeirri fyrstu?

Henry Birgir Gunnarsson – Íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport
Ef að Lars hefur áhuga ætti KSÍ að skoða það alvarlega. Ég held að Lars vilji ekki þjálfa liðið aftur og eiga á hættu að eyðileggja arfleifð sína með liðið. Ég myndi ekki heldur vilja sjá það. Ef það er aftur á móti hægt að nýta krafta hans sem tæknilegs ráðgjafa eða álíka þá væri það bara styrkur fyrir íslenska knattspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frank Lampard tjáir sig eftir brottreksturinn

Frank Lampard tjáir sig eftir brottreksturinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Miðjumaður Atalanta gerir grín að Zlatan Ibrahimovic – Sjáðu myndbandið

Miðjumaður Atalanta gerir grín að Zlatan Ibrahimovic – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Falsaði undirskrift Maradona til að komast yfir skýrslur

Falsaði undirskrift Maradona til að komast yfir skýrslur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Abramovich tjáir sig um umdeilda brottreksturinn

Abramovich tjáir sig um umdeilda brottreksturinn
433Sport
Í gær

Staðfesta að búið sé að reka Lampard

Staðfesta að búið sé að reka Lampard
433Sport
Í gær

Þetta eru ástæður þess að Lampard verður rekinn – Endalaus áhugi á Rice pirraði þá sem ráða

Þetta eru ástæður þess að Lampard verður rekinn – Endalaus áhugi á Rice pirraði þá sem ráða
433Sport
Í gær

Öskrið sem fáir tóku eftir í gær vekur athygli – Hvað sagði hann?

Öskrið sem fáir tóku eftir í gær vekur athygli – Hvað sagði hann?
433Sport
Í gær

Enski bikarinn: Everton átti ekki í vandræðum með Sheffield Wednesday – Gylfi spilaði allan leikinn

Enski bikarinn: Everton átti ekki í vandræðum með Sheffield Wednesday – Gylfi spilaði allan leikinn