fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Leit KSÍ að arftaka Arnars og Eiðs hjá U21 í fullum gangi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 18:00

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ réð í dag Arnar Þór Viðarsson sem þjálfara A-landsliðs karla og Eið Smára Guðjohnsen sem hans aðstoðarmann.

Þeir láta því báðir af störfum með U21 árs liðið sem þeir komu inn á Evrópumótið í síðasta mánuði, liðið hefur leik í úrslitum þar í mars.

Óvíst er hvaða teymi Guðni Bergsson og hans stjórn muni leiða þar saman. „Við munum finna góða og hæfa þjálfara til að leiða þann hóp í úrslitakeppnina, Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur og strákana. Þetta er mikilvægt verkefni og við munum búa um hnútana þannig að það verði mjög vel skipað,“ sagði Guðni Bergsson á fréttamannafundi í dag.

Arnar og Eiður Smári stýrðu U21 árs landsliðinu í annað sinn í sögunni inn á lokamót EM. Liðið leikur riðil sinn Ungverjalandi í mars en liði er í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið