fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Gunnleifur: „Ég lá and­vaka yfir þessu á nótt­unni og auðvitað var það erfitt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnleifur Gunnleifsson einn fremsti markvörður í sögu Íslands hefur lagt hanska sína á hilluna, 45 ára gamall. Gunnleifur hefur átt magnaðan feril hér á landi auk þess að vera hluti af íslenska landsliðinu um nokkurt skeið.

Gunnleifur varð Íslandsmeistari með FH en lék síðustu ár ferilsins með Breiðabliki. Nú þegar hanskarnir fara á hilluna fer Gunnleifur að þjálfa yngri flokka félagsins.

Í viðtali við Morgunblaðið fer Gunnleifur yfir mestu vonbrigðin á ferli sínum, hann segir þau hafa komið vorið 2016 þegar Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson völdu hóp 23 manna sem fór á Evrópumótið í Frakklandi. Gunnleifur hafði verið í hópnum í undankeppninni en missti af sæti til Frakklands.

„Von­brigðin við að fara ekki á EM voru gríðarleg á sín­um tíma. Það var eins og að missa ná­inn ætt­ingja. Ég lá and­vaka yfir þessu á nótt­unni og auðvitað var það erfitt,“ segir Gunnleifur við Morgunblaðið.

Gunnleifur hefur lengi hugsað um málið og segir. „Ég trúi því hins veg­ar núna að það hafi átt að ger­ast og það er bara fínt. Það var margt erfitt í þessu, það var erfitt að tapa úr­slita­leikj­um, erfitt að fara frá liðum þar sem manni leið vel og erfitt að gera mis­tök í leikj­um. Það var fullt af erfiðum augna­blik­um, en ef ég þyrfti að nefna eitt atriði var það að missa af EM mestu von­brigðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar