fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Tölfræði sem Arsenal vill losna við í kvöld

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 18:22

Aubameyang og Arteta ræða málin / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tekur á móti Wolves í lokaleik dagsins í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Arsenal er fyrir leikinn í 14. sæti deildarinnar og Wolves í því ellefta.

Arsenal hefur ekki gengið vel upp á síðkastið í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu fimm í deildinni.

Sóknarleikurinn hjá liðinu hefur ekki gengið eftir sem skyldi. Til að mynda hefur liðið ekki skorað mark úr opnum leik í 7 klukkustundir og 56 mínútur.

Arsenal hefur aðeins skorað níu mörk á tímabilinu. Aðeins Sheffield United, Burnley og West Brom hafa skorað færri mörk. Þá hefur Arsenal ekki skorað svona fá mörk í upphafi tímabils síðan tímabilið 1986/87.

„Þú horfir á þá spila og heldur að þeir séu miðjumoðs lið,“ skrifaði Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal í pistli á SkySports.

Leikmenn Arsenal vilja vafalaust snúa þessu gengi við og það sem fyrst. Þeirra bíða erfitt verkefni á heimavelli gegn Nuno Espirito Santo og leikmönnum hans í Wolves.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag