fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sir Alex hjálpar Rashford og hans baráttu – leggur til yfir 350.milljónir

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, leggur sitt á vogarskálarnar til þess að hjálpa Marcus Rashford, núverandi leikmanni enska félagsins og hans baráttu er snýr að aðstæðum fátækra barna í Bretlandi.

Ferguson, sem segist þekkja aðstæður fátækra barna út frá sínum uppvexti í Glasgow, hefur í samstarfi við Sir Michael Moritz, sagst ætla leggja til 2. milljónir punda sem gera rúmlega 356. milljónir íslenskra króna, í FareShare góðgerðasamtökin sem Rashford er sendiherra fyrir.

„Maður er í áfalli yfir tölunum sem sýna hversu margir þarfnast matar. Marcus hefur opnað augu almennings í Bretlandi og vinnan sem hann hefur lagt í þetta er frábær, við erum öll stolt af honum,“ sagði Ferguson í viðtali við The Times.

Rashford sé fyrirmynd fyrir alla aldurshópa.

„Það sem Marcus hefur gert er að leiða þessa sókn. Fólk hugsar, ‘hann er bara 23 ára’, fólk sem er komið á efri árin ætti að vera hugsa með sér núna ‘hvað get ég gert?’,“ sagði Ferguson

Ferguson, sem vann meðal annars 13 Englandsmeistaratitla á sínum ferli, hafði ekki tök á því að spila Rashford á meðan hann var knattspyrnustjóri Manchester United. Rashford lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir enska liðið, þremur árum eftir að Sir Alex hætti. Rashford var þá 18 ára gamall.

„Hann ætti að vera gefa mér ráð, því það sem hann er að gera aðeins 23 ára að aldri er frábært fyrir svona unga manneskju. Hann er með báðar fætur á jörðinni og hefur ekki látið frægðina stíga sér til höfuðs,“ sagði Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum