Sergio Reguilon, leikmaður Tottenham, og Marta Diaz, kærasta hans og áhrifavaldur, deildu á dögunum mynd af sér sem þau virðast hafa tekið rétt fyrir svefninn. Myndin hefur vakið mikla athygli en The Sun fjallaði meðal annars um myndina. Þar var vakin athygli á því að Diaz greindi nýlega frá því að ekkert hafi verið um kynlíf hjá parinu á meðan útgöngubann var í gildi.
Marta er með tvær milljónir fylgjenda á YouTube og deilir þar oft myndböndum af sér og kærastanum. Marta sagði á dögunum að parið hafi ekki stundað kynlíf saman í hálft ár, þau gátu ekki hist í útgöngubanninu.
„Nei, ég er ekkert búin að vera með honum,“ sagði Marta í viðtali um málið á sínum tíma. „Ég er í útgöngubanni, það er ekkert,“ sagði hún um kynlíf þeirra í kórónuveirufaraldrinum.
Parið er greinilega ánægt með það að geta verið saman á ný. Marta hefur til að mynda verið dugleg að deila myndböndum af þeim saman á YouTube-rás sinni. Marta hefur litlar áhyggjur af peningum þar sem hún græðir mikið á samfélagsmiðlum, hún segist vera búin að græða 500 þúsund pund á þeim. Það eru rúmlega 88 milljónir í íslenskum krónum.