fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Zlatan: „Maradona er ekki dáinn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 08:20

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diego Maradona, ein skærasta knattspyrnugoðsögn allra tíma, lét í lífið í gær vegna hjartaslags.

Maradona var 60 ára gamall þegar hann lést en hann er af mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann lék með nokkrum af frægustu liðum heims eins og Barcelona, Napoli, Boca Juniors og Sevilla.

Þá vakti Maradona mikla athygli með landsliðinu sínu en hann skoraði 34 mörk í 91 leik með argentíska landsliðinu. Maradona er hvað frægastur fyrir það sem kallað er „hönd guðs“, þegar hann skoraði með hendinni á HM árið 1986 en Argentína vann mótið það ár.

„Maradona er ekki dáinn, hann er ódauðlegur. Guð gaf okkur hæfileikaríkasta knattspyrnumann allra tíma. Hann mun lifa með okkur alla tíð,“ skrifaði Zlatan Ibrahimovic um tíðindin af Diego.

Maradona hefur haft áhrif á mikið af fólki, leikstíll hans og leikgleði kveikti ást fólks á fótbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu