fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Klopp heldur áfram að lesa yfir sjónvarpsstöðvum: „Nánast glæpur“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool heldur áfram að hjóla í sjónvarpsstöðvarnar í Bretlandi. Liverpool tapaði óvænt 0-2 á heimavelli fyrir ítalska liðinu Atalanta í D-riðli í Meistaradeildinni í gær.

Josip Illicic kom Atalanta yfir með marki á 60. mínútu og Robin Gosens innsiglaði síðan sigur liðsins. Liverpool er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 9 stig. Atalanta er í 3.sæti með 7 stig.

Næsti leikur Liverpool er í hádeginu á laugardag á útivelli gegn Brighton.

„Ég er hræddur við að segja þetta en ég held að við og fleiri lið getum lent í því að verða bensínlaus,“ sagði Klopp efir tapið.

Hann hefur gagnrýnt BT Sport og Sky Sports harkalega fyrir hvernig þau raða upp sjónvarsleikjum. „Þið (BT Sport) viljið að við spilum í hádeginu á laugardag, það er nánast glæpur í mínum huga. Það hefur ekkert með þennan leik gegn Atalanta að gear.“

„Ég vonast bara eftir því að enginn hafi meiðst í þessum leik og svo er það bara endurheimt.“ Klopp las yfir fréttamanni Sky Sports um liðna helgi um sama mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi