fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Stútaði símanum þegar hann tók eftir því hver átti hann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 13:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United er í skemmtilegu hlaðvarps viðtali við heimasíðu félagsins um feril sinn hjá félaginu.

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og Englands en hann er í dag spilandi þjálfari hjá Derby.

Margar skemmtilegar sögur eru í hlaðvarpinu en ein af þeim er þegar ungstirni félagsins ákvað að taka símann hans Rooney úr hleðslu.

„Ég man eftir því að hafa stútað símanum hans einu sinni,“ sagði Rooney í hlaðvarpinu og átti þar við símann hjá Ravel Morrison.

Ravel er einn efnilegasti leikmaður sem þjálfarar hjá United hafa haft en vandræði hans utan vallar urðu til þess að ferill hans náði aldrei flugi.

„Hann kom inn í klefann hjá aðalliðinu þegar hann var í varaliðinu, síminn minn var í hleðslu og hann tók hann úr sambandi og setti sinn í.“

„Þetta var þegar allir áttu BlackBerry síma og netfang þitt var á skjánum. Ég hélt að þetta væri leikmaður úr aðalliðinu, þegar ég sá að þetta var gutti úr varaliðinu þá stútaði ég bara símanum.“

Rooney segir að Ravel hafi haft alla heimsins hæfileika. „Það hefur auðvitað mikið verið rætt um Ravel, hann var magnaður á æfingum en það voru vandræði utan vallar sem höfðu áhrif á feril hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“
433Sport
Í gær

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni
433Sport
Í gær

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur