fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Segja að Juventus leiði kapphlaupið um Ísak Bergmann

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 17:13

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski miðillinn Mirror, segir frá því á vefsíðu sinni í dag að Juventus leiði kapphlaupið um kaup á Íslendingnum efnilega, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, leikmanni Norrköping í Svíþjóð.

Mirror segir frá því að Manchester United sé þessa stundina að missa af möguleikanum á að kaupa leikmanninn en enska félagið hefur verið að fylgjast með leikmanninum undanfarið.

Ísak hefur sjálfur sagt að það væri draumur að spila fyrir Manchester United en hann bjó á sínum tíma í Manchester þegar Jóhannes Karl, faðir hans, spilaði sem atvinnumaður í Englandi.

Það er talið að fjölmörg stórlið séu á eftir Ísaki en ítölsku meistararnir í Juventus eru sagðir hafa aukið áhuga sinn á Íslendingnum.

Talið er að Norrköping vilji fá að minnsta kosti 5 milljónir punda fyrir leikmanninn, það samsvarar í kringum 905 milljónum íslenskra króna.

Ísak lék á dögunum sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland í tapi gegn Englandi í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Í gær

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Í gær

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United