fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Óðir í Íslendinga – Arnar Númi til reynslu hjá Norköpping

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 13:42

Mynd/Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ungi og efnilegi Arnar Númi Gíslason, fæddur 2004, sem gekk til liðs við Breiðablik frá Haukum á dögunum er þessa dagana til reynslu hjá IFK Norköpping í Svíþjóð. Arnar Númi er sóknarsinnaður leikmaður. Þetta hefur 433.is fengið staðfest.

Greint hafði verið frá því að Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Gróttu væri til reynslu þessa dagana en Arnar Númi er einnig með í för.

Sænska félagið hefur góða reynslu af Íslendingum en Ísak Bergmann Jóhannesson hefur slegið í gegn með félaginu í vetur. Þá er Oliver Stefánsson í herbúðum félagsins. Félagið seldi Arnór Sigurðsson til CSKA Moskvu árið 2018 og þá hafði Guðmundur Þórarinsson leikið með félaginu um langt skeið, hann yfirgaf félagið fyrr á þessu ári.

Sænska félagið skoðaði Jóhannes Kristinn Bjarnason á dögunum en hann er ungur og efnilegur leikmaður KR, faðir hans er Bjarni Guðjónsson.

Arnar Númi kom við sögu í fjórum leikjum með Haukum í 2 deild í sumar og hefur vakið athygli fyrir mikinn hraða og leikni.

Arnar Númi hefur áður vakið áhuga erlendra liða og var meðal annars til reynslu hjá Nordsjælland í Danmörku á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
433Sport
Í gær

Fyrrum þjálfari hjá United rekinn úr starfi – Var á botninum

Fyrrum þjálfari hjá United rekinn úr starfi – Var á botninum
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“