fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Allir risarnir í Evrópu horfa til 17 ára Íslendings – Mun kosta fleiri hundruð milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera sem svo að íslenski unglingalandsliðsleikmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sé eftirsóttasti knattspyrnumaður í Evrópu um þessar mundir. Öll stærstu lið Evrópu eru að skoða þennan 17 ára dreng. Sænski vefmiðillinn Fotbollskanalen, segir að Mads Jörgensen, njósnari Liverpool, hafi verið mættur á leik Norrköping og AIK í gær til að skoða Ísak.

Ísak byrjar alla leiki hjá sænska félaginu Norrköping í úrvalsdeildinni, hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp átta á þessu tímabili. „Þetta hefur verið rosalegur áhugi, við erum með marga öfluga leikmenn en það er ekkert leyndarmál að þessi félög eru að skoða Ísak,“ sagði Stig Torbjornsen yfirnjósnari Norrköping.

„Norrköping á talsvert mikið magn af peningum og þarf ekki að selja. Ísak er með skynsaman umboðsmann og fjölskyldu sem vita hvað þau vilja og hvenær hann skal fara. Það er ekkert stress, þegar eitthvað kemur upp sem hentar öllum þá gæti eitthvað gerst.“

Torbjornsen staðfesti að Liverpool væri eitt þeirra félaga sem hefði áhuga á íslenska ungstirni. „Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur tíu að skoða. Öll bestu félög Evrópu hafa komið hingað að skoða hann, þau eru öll spennt. Liverpool er eitt þeirra en það eru tíu til viðbótar. Þetta er skemmtilegt fyrir okkur og Ísak líka.“

„Félag með mikla fjármuni gæti komið hingað á morgun eða eftir sex mánuði, það er gott að Ísak er rólegur og hefur góða aðila í kringum sig.“

Samkvæmt vef Transfermarkt er Ísak metinn á 1 milljón evra í dag eða 165 milljónir íslenskra króna, ljóst má þó vera að sænska félagið myndi krefjast miklu hærri upphæðar.

Ísak Bergmann í treyju Manchester United og Jóhannes Karl Guðjónsson

Alltaf haldið með Manchester United:

Ísak sjálfur ólst upp á Englandi þar sem faðir hans Jóhannes Karl Guðjónsson gerði það gott. „Ég hef alla tíð haldið með Manchester United, ég bjó í Manchester þegar faðir minn spilaði á Englandi og horfði á marga leiki,“ sagði þessi snjalli drengur eftir leikinn í gær.

Ísak útilokar þó ekki að spila fyrir Liverpool þrátt fyrir að halda með United. „Ég get ekki sagt það, Liverpool er að gera frábæra hluti. City og Liverpool hafa verið frábær síðustu ár,“ sagði Ísak, léttur í lund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“